Skírnir - 01.09.1991, Side 117
SKÍRNIR
SKARLATSBÚINN VÆRINGI
379
VI
Blaðsíðurnar fimm með fyrri endurgerð Repps á Fœreyinga sögu
gefa aðeins óljósa hugmynd um markmið hans með frásögninni, en
það eru engin tvímæli um forgangsröð hans í seinni útgáfunni:
hann leitast við að friða, að fræða og að fanga huga lesenda sinna í
Edinborg, hvort sem þeir voru áhugasamir eða efins. I leiðinni
vinnur Þorleifur sér vissulega rétt til að vera talinn með braut-
ryðjendum í gagnrýni íslenskra fornsagna á Bretlandseyjum, því
hvers konar aðlögun og endursögn er í sjálfri sér endurmat og
þannig bókmenntagagnrýni. Hann friðar með því að líkja eftir
hinu fágaða, duttlungafulla og latínuskotna orðfæri dæmigerðs
sögumanns úr penna Walters Scott, með lævísum tilvísunum til
maltviskís (sögumaður kveður söguna hafa gerst 960, löngu áður
en Glenlivet-viskíið fór að lífga upp á mannlíf í Spey-dal - þess
konar bruggun varð reyndar ekki lögleg fyrr en 1823) og hálanda-
klæða (Eldjárn hinn suðureyski er klæddur marglitu pilsi sem veitti
„enga hlíf þeim líkamshluta er föt voru að mati sumra kirkjufeðra
upphaflega sniðin fyrir“). Einnig mætti nefna hið yfirvegaða
orðfæri sem sögumaður beitir við að lýsa togstreitunni að baki
kæti vetrarblótanna - „vetrarlöng þögn fékk útrás á einu kvöldi
[...] þeir sögðu þá margt sem betur hefði verið ósagt látið".
Annað markmið Repps með frásögninni, að fræða, næst með
því að tvinna saman við meginmálið sögulegar upplýsingar af sama
tagi og Scott hafði svo oft notað, næstum hráar, í skáldsögum
sínum. Þar gefur þess vegna af og til að líta útúrdúra um færeysk
lög, efahyggju eyjarskeggja í trúmálum, húsakynni, siglingar með
aðstoð leiðarsteina og að sjálfsögðu um mannjöfnuð, sem ósjaldan
er sagður hafa leitt til „þess að höfuð flugu fyrirvaralaust eða menn
voru klofnir í herðar niður“. Skýringar á íslenskum hugtökum
fylgja - eins og til dæmis á mungát og jólaveitslu [sic] í fyrri
útgáfunni (breytt í haustgildi í lengri útgáfunni).
Þriðja markmiðið, að halda athygli lesandans, næst með lifandi
umhverfislýsingum, með sérstakri áherslu á persónusköpun og
með litríkum sviðsetningum, en Þorleifur hafði einmitt heillast af
þeim í verkum Scotts - „útflúr sem magnað hugarflug hans gæddi