Skírnir - 01.09.1991, Page 123
SKÍRNIR
SKARLATSBÚINN VÆRINGI
385
(sama gerði Repp og gildir einu hvort „danska“ útleggst sem
íslenska eða danska - Repp gerði hvort tveggja); skáldinu er hrósað
fyrir fágað málfar (þegar hefur verið lýst frábæru valdi Þorleifs á
ensku ritmáli); skáldið var í miklum metum hjá grísku konungs-
hjónunum (Repp var trúnaðarvinur danska kóngafólksins í rúma
tvo áratugi);65 skáldið skemmtir gestgjöfum sínum með því að segja
með eigin orðum söguna af Ragnari loðbrók (einmitt það sem
Þorleifur Repp málvísindamaður er að gera með því að endursegja
skoskum áheyrendum Færeyinga sögu; árangur ímyndaða skáldsins
réttlætir að vissu leyti enn frekar endurgerðir Þorleifs); skáldið
aðhyllist dulspeki og það gerir því kleift að sameina kristindóminn
og bókmenntalega samkennd með norrænu guðunum (afstaða
Repps til kristindómsins er í öðru afar hefðbundin - hann þýðir
Bænakverið á dönsku,66 styður ensku kirkjuna í Kaupmannahöfn,
en samhliða vinnur hann að þýðingum á samtíðarverkum þýskra
Biblíuskýrenda, kostuðum af Biblical Cabinet trúarforlaginu,67 og
fer Repp ekki í grafgötur með stuðning sinn við kreddulausa og
frjálslynda túlkun á ritningunni. A sama tíma hefur Repp áhuga á
heiðnum goðsögnum almennt og þá sérstaklega á norrænni
goðafræði).
Enn er að nefna eina hliðstæðu með Þorleifi skáldi og Þorleifi
fræðimanni. Repp kvað upp þann dóm yfir Edinborgarárunum að
þau væru ár vonbrigða og andstreymis, og þetta hefur honum
þegar verið ljóst þegar hann var að endurgera Fœreyinga sögu í
upphafi fjórða áratugarins. Slíkt var andrúmsloftið á Advocates-
bókasafninu, slík voru samskipti hans við David Irving, að Repp
hlýtur að hafa gert sér fulla grein fyrir að dagar hans í skosku
höfuðborginni voru senn taldir. Það kann vel að vera að væringinn
65 Ritsmíð Repps, En undersögelse henhörende til metriken og den empiriske
sprogphilosophie (Kaupmannahöfn 1824) er tileinkuð á ensku Carolinu Ameliu
prinsessu; í Bodleian Library, Oxford, MS Add.C.56., er óbirt frásögn eftir Repp
af síðustu árum Bothwells jarls (í haldi hjá Dönum), elskhuga Maríu Skotlands-
drottningar, skrifuð að „skipan“ (þáverandi) drottningar, Carolinu Ameliu.
66 Liturgien eller den almendelige bonnebog og sacramenternes administration,
(Kaupmannahöfn 1849).
67 Til dæmis The mineralogy of the Bible [Eftir E. F. C. Rosenmiiller] (Edinborg
1837); eftir að Repp sneri aftur til Kaupmannahafnar 1837 lauk séra N. Morren
við þýðinguna.