Skírnir - 01.09.1991, Síða 125
SVEINN EINARSSON
Ekki er allt sem sýnist
Um leikskdldið Steingrím Thorsteinsson
í bréfi, sem Sigurður málari Guðmundsson ritar Steingrími Thor-
steinssyni 24. nóvember 1863, segir hann m.a.:
þó að lángt sé síðan ég heirði redd-Hannesar-rímuna, þá trúi ég því varla,
að sá sem gat gért hana, géti ekki látið persónur í drama tala með viti [...].
Sigurður bætir því við, að kannski hafi Steingrímur ekki tíma eða
kringumstæður til að fást við leikskáldskap, eða sé orðinn ókunnur
landsháttum,
en þá gétur safn Jóns Árnasonar ráðið nokkuð bót á því, þegar það kémur
út, víst er það, að stór nauðsin er á þess konar ritum, bæði til að géfa
skáldskapnum fullkomnun og eins til að spana menn til að leika, því til
þess hafa íslendíngar stærri hæfilegleika en margir af ukkur, sem eruð í
Höfn haldið.1
Steingrímur er sem sagt í Kaupmannahöfn, þegar bréfið er ritað og
þar höfðu þeir kynnst, Sigurður og Steingrímur, og verið samtíða
nærfellt áratug. Sigurður er hins vegar kominn heim „í Vík“, þegar
hér er komið sögu og farinn að berjast fyrir framgangi íslenskrar
menningar á mörgum sviðum, ekki síst leiksviðinu; þar er hann að
hvetja bókmenntalega sinnaða vini sína til að skrifa leikrit.
Þeir Steingrímur og Sigurður voru á mjög líku reki, Steingrímur
tveimur árum eldri, amtmannssonur frá Stapa á Snæfellsnesi og
fæddur 1831, en Sigurður bóndasonur úr Skagafirði, styrktur til
iðnnáms í Danmörku, vegna þess hve laginn hann þótti í hönd-
unum og drátthagur. Var þessi styrkur eins dæmi; fyrst voru þar að
verki sveitungar og danskir höndlunarmenn, síðar var safnað fyrir
námi Sigurður víða um land. Sigurður kom til Hafnar haustið
1 Þjóðminjasafn, SG 56:02.
Skírnir, 165. ár (haust 1991)