Skírnir - 01.09.1991, Side 126
388
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
1849, þá sautján ára gamall; heim kom hann aftur 1858. Stein-
grímur gekk hins vegar á Lærða skólann og varð stúdent 1851,
sigldi til Hafnar það sama ár, las fyrst lög, en lauk sama ár og
ofangreint bréf er ritað kandídatsprófi í latínu, grísku, sögu og
norrænu. Hann fékkst síðan við ritstörf og kennslu í Kaup-
mannahöfn í tæpan áratug og fluttist ekki heim fyrr en haustið
1872, en þá varð hann kennari við Lærða skólann, síðan yfir-
kennari og loks rektor skólans frá 1904 til dauðadags 1913. Þá var
Sigurður löngu allur, lést þjóðhátíðarárið 1874, 41 árs gamall.
„Redd-Hannesar-ríma“, sem Sigurður nefnir í bréfi sínu, var
æskuverk Steingríms, samið í skóla árið eftir pereatið, í samvinnu
við annan skólapilt, Jón Þorleifsson. Jón stóð síðar ásamt fleirum
að þýðingu á fyrsta leik, sem fluttur var opinberlega í Reykjavík,
Pakk, eftir Overskou. Jón Guðmundsson stóð fyrir að sýna
leikinn 1854; þá voru í fyrsta skipti seldir aðgöngumiðar að
leiksýningu á íslandi. Jón var krypplingur og átti um margt erfitt
uppdráttar, gerðist prestur, en varð ekki langlífur; Steingrímur sá
um útgáfu ljóðmæla hans að honum látnum, 1868. „Redd-
Hannesar-ríma“ er dæmigerð skólapiltaritsmíð, háðskur gaman-
bálkur í bundnu máli og svolítið hómerskur að formi.
Þessi ríma skipar reyndar ekkert öndvegi meðal ritsmíða Stein-
gríms. Hann var auðvitað um langa hríð eitt ástsælasta skáld
þjóðarinnar, og er til marks um það, að um skeið voru gerð fleiri
lög við ljóð hans en flestra annarra skálda. Hann var líka afkasta-
mikill ljóðaþýðandi, sem gekk trúlega skipulegar að því en nokkurt
annað skáld að kynna mönnum sígilda ljóðlist umheimsins og
samtíðar sinnar. Margar aðrar þýðingar hans mætti nefna, stór-
virkið Þúsund og eina nótt, varnarræðu Sókratesar og nokkur rit
Platons, goðafræði Stolls, Ævintýri H. C. Andersens og margt
fleira. Tvennt vil ég þó minnast á sérstaklega. Steingrímur leggur
sig fyrstur manna eftir því að snúa á íslensku indverskum bók-
menntum og er þar á meðal hið fræga leikrit Sakuntala eftir
Kalidasa; þýðingin er gerð 1879 og í óbundnu máli og þarf að gefa
henni meiri gaum en gert hefur verið. Hitt er þýðing hans á Lear
konungi Shakespeares, sem kann að vera elsta íslenska Shake-
speare-þýðingin, þó að áhöld séu reyndar um það, hvort fyrsta
gerð að Macbeth-lpýbingu séra Matthíasar sé ekki eldri.