Skírnir - 01.09.1991, Page 127
SKÍRNIR
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST
389
En Sigurður er sem sagt að hvetja vini sína og lærisveina til að
skrifa leikrit. Tók Steingrímur áskoruninni, samdi hann einhver
leikrit? Jú, það gerði hann reyndar.
I ævisögu Steingríms, sem Hannes skáld Pétursson hefur ritað,2
er gerð nokkuð ítarleg grein fyrir öðru æskuverki Steingríms,
sömdu um líkt leyti og ríman. Þar koma fyrir tvær þær sömu
persónurnar og í „Redd-Hannesar-rímu“, kammerráð Magnússen
á Skarði og uppábúinn selur. Steingrímur er þó einn höfundur hér
að verki. Þarna er um að ræða stuttan skólaleik, Uniformsmissinn,
sem höfundur kallar drama í tveimur þáttum. Þættirnir eru að vísu
tveir, en allur flutningur verksins myndi þó taka innan við hálfa
klukkustund, eða skemur.
Persónurnar eru þessar: Kammerráð Magnússen, jörðin, and-
skotinn, sverðfiskur, beinhákarl og selur, og svo kór að grískri
fyrirmynd. Kórinn skipa í fyrstu eingöngu kríur, en síðar fá fleiri
að komast að: svartfuglar, fýlungar, ritur, súlur, klumbrur, him-
brimar, mávar og prófastar.
í stuttu máli er efnið þetta: Fyrst birtist á sviðinu kammerráðið
og flytur eintal, þar sem það trúir áhorfendum fyrir því, að menn
og jörð skelfist, þegar hann birtist í einkennisbúningi sínum með
sverðið sér við hlið, „hjörinn skínandi danskra laga“. Gjörvöll
fuglahjörð hræðist hann nema krían. Eftir að jörðin hefur tekið til
máls og beðist vægðar, ræðst krían að kammerráðinu; kór hennar
(hinn fyrri í leiknum) hljóðar svo:
Drítið, drítið
Drullið, skítið
Ofurlítið
Á yfirvald;
Sýslugjald
Greiðið skrýtið:
Kammerráð krítið,
Karlhelvítið,
Rembizt og rýtið,
Andskotann bítið
Uniform slítið.
2 Hannes Pétursson, Steingrímur Thorsteinsson. Líf hans og list. Reykjavík 1964.