Skírnir - 01.09.1991, Page 129
SKÍRNIR
F.KKT ER ALLT SEM SÝNIST
391
En að einu leyti sker þessi leikur sig þó úr öllum öðrum
skólapiltaleikjum, bæði þeim eldri og þeim sem á eftir koma. Þessi
leikur er að vísu áhrifalaus í leikritunarsögu okkar, og hann verður
ekki heldur upphaf að ferli Steingríms sem leikskálds, eins og
Sigurður málari telur bersýnilega í bréfi sínu, að Steingrímur hafi
alla burði til að verða. Sigurður vísar reyndar til „Redd-Hannesar-
rímu“, sem var alkunn og gekk manna á meðal í mörgum upp-
skriftum; trúlega hefur hann þá ekki þekkt til Uníformsmissisins.
En þó að hann standi þannig nokkuð einangraður í sögunni, er
þessi litli leikur býsna merkilegur, því að hér er algjörlega slegið á
nýja strengi. Fyrirmyndir Steingríms eru nefnilega hvorki Holberg,
né „danskir söngvasmámunir", eins og „vaudevillurnar“ voru kall-
aðar síðar, þegar halla fór undir fæti fyrir þeim; á þessum árum
voru þær í hágengi í Danmörku.
Með Grikkjum til forna urðu til tvær tegundir gleðileikja. Hin
fyrri var gamli gamanleikurinn, sem Aristófanes hóf öðrum fremur
til vegs. Hvað form snertir dregur gamli gamanleikurinn dám af
harmleiknum, sem er eldri; þarna eru líkindi, hvernig skipt er í
þætti, og uppbrot þar sem kórinn rýfur atburðarásina eða grípur
inn í hana. Hin síðari tegundin þróast úr mið-gamanleiknum í nýja
gamanleikinn, sem Menandros er fremsti fulltrúi fyrir, en róm-
versku skáldin Plaustus og Terentius stæla síðan. Þar erum við
komin miklu nær þriggja þátta kerfi nútímans með einni atburðarás
og persónum, sem láta ljós sitt skína í leik eftir leik; þarna er sníkill-
inn, parasitus, kokkur og kokkáll, gleðikonan og þrællinn, níski
faðirinn og grobbni hermaðurinn og loks skýtur ráðsnjalli þjónninn
þarna upp kollinum í fyrsta sinn. Allt er þetta fólk með glöggum
kátlegum einkennum, sem ganga aftur og aftur, fremur en mann-
eskjulegum sérkennum. Megnið af gamanleikjum síðari tíma er frá
þessu komið, um commedia dell’arte, Goldoni, Moliére, Holberg.
Sigurður Pétursson er íslenskur arftaki þeirra og bæði Hrólfur og
Narfi eiga ættföður sinn íparasitus, líkt og reyndar Skammkell og
fleiri persónur í hinum fyrstu íslensku leikritum. Revía nútímans er
hins vegar ættuð frá Aristófanesi, þar var fersk ádeila og skop á
atburði líðandi stundar, og jafnvel formið er ekki ólíkt.
Og í Uniformsmissinum rær Steingrímur Thorsteinsson á þessi
aristófanísku mið fyrstur Islendinga, og er dæmi hans næstum hið