Skírnir - 01.09.1991, Page 130
392
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
eina, þó að minna megi á Gandreið Gröndals og fleiri smáleiki,
svo og Skáldakongressinn á Parnassi eftir Einar Benediktsson, sem
kannski er þó öllu heldur nútímaútgáfa af mannjöfnuði eða sennu.
I kórnum hjá Steingrími eru fuglar, eins og í Fuglunum hjá
Aristófanesi, og söguhetjan er sprelllifandi og ber sitt rétta heiti,
þegar leikurinn er saminn. Það mun ekki hafa borið fyrr við í
íslensku leikriti, þó að alþekkt sé í verkum hins gríska háðfugls;
síðar kom Sölvi Helgason lífslifandi fyrir í skólapiltaleik eftir
Kristján Fjallaskáld. Atburðarásin í Úniformsmissinum er að vísu
einföld og verður vart kölluð eiginleg leikflétta, en hún hverfist þó
um eina hugsun og ádeilan er markvís. Síðar átti Steingrímur eftir
að yrkja landsfleyga vísu um orður og titla sem uppfyllingu í eyður
verðleikanna, og virðist hann snemma hafa verið lítið ginnkeyptur
fyrir úníformum og öðru „húmbúkki“. Leikurinn er allur í ljóð-
um og ágætlega ortur. Hugmyndirnar eru bornar fram af ung-
æðislegu viðjaleysi.
Hannes Pétursson getur ekki um fleiri leikrit eftir Steingrím.
En í leikritaskrá Lárusar Sigurbjörnssonar í Arbók Lands-
bókasafnsins 1947 er nefnt annað leikrit eftir Steingrím, Eldhús-
dagurinn eða Ekki er allt sem sýnist, og virðist þeim leik ekki hafa
verið gefinn gaumur að öðru leyti. Þessi leikur er merktur Lbs.
1897 8vo og barst með öðrum handritum Steingríms í Landsbóka-
safn eftir dauða skáldsins. Leikurinn er með rithönd Steingríms, að
því er Páll Eggert Ólason telur,3 og vart um að villast, að Stein-
grímur er höfundurinn. Við skulum nú skoða þennan leik.
Þetta er hefðbundinn gamanleikur í þremur þáttum, ef svo má
að orði komast um leik sem tvímælalaust er af hinni síðari grísku
ættinni. Hann fellur þannig inn í mynstur flestra íslenskra 19.
aldar-leikja, ef undan eru skilin verk séra Matthíasar og Indriða
Einarssonar. Leikurinn gerist í Reykjavík og er ádeila á Reykja-
víkurlífið um miðbik aldarinnar, ádeila á lausung og yfirborðs-
mennsku og sleikjuhátt við Dani. Að því leyti er leikurinn fyrstur í
röð leikja, sem deila á þá mannlífshætti, sem eru að mótast og
þróast í kaupstöðunum. Voru það einkum landsbyggðahöfund-
arnir síðar á öldinni, sem deildu á bæjarsollinn. Málfarið hjá
sumum persónunum er mjög dönskuskotið, og tekur Steingrímur
3 Sjá Handritaskrá Landsbókasafns.