Skírnir - 01.09.1991, Síða 131
SKÍRNIR
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST
393
þar upp þráðinn frá Sigurði Péturssyni í Narfa; höfundur er aug-
ljóslega næmur á blæbrigði og sérkenni í tungutaki hinna ólíku
persóna leiksins. I leiknum er auk þess þó nokkur aldarfarslýsing,
sem ekki gefur mikið eftir Reykjavíkuratriðunum í Pilti og stúlku,
sem einmitt birtist á bók á þessum árum (1850).
Leikurinn hefst í verslun Baldvinsens faktors, sem er íslenskur
og heitbundinn íslenskri stúlku, sem Anna heitir. Sjálfur er
Baldvinsen svosem ekki siðprýðin uppmáluð, því að hann og
Niessen, hans assistent, eru að gantast við Gunnu vinnukonu, ef
þeir eru ekki beinlínis að fara á fjörur við hana. Brátt kemur í ljós,
að Gunna ætlar sér Baldvinsen. Hún ýtir því undir veikleika Onnu
fyrir dönskum stýrimanni, er Sörensen heitir og aðstoðar þau á alla
lund, svo Anna megi flýja með honum út í skip í skjóli nátt-
myrkurs, þegar herrarnir eru á dúndrandi fylleríi. Baldvinsen
verður auðvitað óður og uppvægur, þegar hann raknar úr rotinu og
skilur, hvernig komið er, en honum er þó ekki meira um en svo, að
í lokin lætur hann sér vel líka að taka við Gunnu og þau trúlofast.
Leikfléttan er semsé all-léttvæg, en leikurinn er þó á engan hátt
ómerkilegur. Það kemur skýrt fram, hvað höfundur er að fara.
Siðaboðunin ber hið leikræna þó hvergi ofurliði, því að mörg
atriðinna myndu ugglaust fara vel á sviði. Samtölin eru víða fyndin
og umhverfislýsingin trúverðug, persónurnar sjálfum sér sam-
kvæmar og hver með sínum talanda, eins og áður segir; þannig tala
þau Gunna vinnukona og Ófeigur bóndi, sem þarna skolast inn í
leikfléttuna í kaupstaðarferð, stórum hreinni íslensku en hitt
fólkið. Það hefur bersýnilega komið nokkuð fljótt í Ijós að mál-
tilfinning þrífst lakar á mölinni en í þúfunum.
Eldhúsdagurinn eba Ekki er allt sem sýnist býr sem sagt yfir
ótvíræðum kostum, sem vel hefði mátt hafa góða skemmtun af á
leiksviðinu á sinni tíð og jafnvel enn í dag. Því gegnir furðu, hversu
leynt hann hefur farið. Bókmenntasögulega er hann áhugaverður,
því að þarna birtist fyrsta kaupstaðarlýsing í íslensku leikriti.
Leikir Magnúsar Grímssonar, Kvöldvaka í sveit og Bónorðsförin,
sem verða til á þessum árum, gerast báðir til sveita, og stíll
Steingríms er ólíkur, heimsborgaralegri, ef svo má að orði komast.
Höfundur þekkir að vísu vel til í sveit, en sjóndeildarhringur
hans er víðari og hann teflir saman ólíkum lifnaðarháttum án þess