Skírnir - 01.09.1991, Qupperneq 132
394
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
að mála í svörtu og hvítu. Hræðsla Sigurðar málara í áðurnefndu
bréfi, að Steingrímur hefði fjarlægst um of landsháttu, var að
minnsta kosti óþörf í þessu tilviki. Og hann fór nærri um það, að
„dramatísk konst“ hefði legið vel fyrir Steingrími.
Það er ljóst af bréfi Sigurðar, að honum er ókunnugt um þetta
leikrit. Sennilega hefði hann ekki linnt látum, uns það var komið á
svið, hefði hann vitað um tilvist þess. Kannski varð bréf Sigurðar
hvati til þess, að Steingrímur fór að skrifa leikritið, þó að hann,
einhverra ástæðna vegna léti það aldrei frá sér, svo að þá fyrst varð
uppvíst um það, er handrit hans bárust Landsbókasafninu að
honum látnum. En hvers vegna? Og af hverju ýjar hann aldrei að
því í bréfum til Sigurðar, að hann sé að þreifa fyrir sér um leikritun?
I leikritaskrá Lárusar Sigurbjörnssonar tímasetur Lárus Eldhús-
daginn 1861/2, en engan rökstuðning hef ég fundið fyrir því og
ekki getað séð, að hann hafi verið leikinn þann vetur í Reykjavík,
hvorki í Gildaskálanum né skólanum. (Þetta er veturinn, sem
Utilegumennirnir eru frumfluttir). I handritaskrá Landsbóka-
safnsins er þess hins vegar getið, að leikurinn hafi orðið til á 6.
áratugnum, og virðist það hafa verið skoðun Páls Eggerts Óla-
sonar, þó að hún sé heldur ekki rökstudd neinum upplýsingum.
Það hefur í för með sér, að leikurinn hlýtur að vera saminn í
Kaupmannahöfn.
Þessi síðasta tilgáta þykir mér skoðunar verð og ber ýmislegt til.
I fyrsta lagi er Kaupmannahöfn lýst í leiknum af nokkurri þekk-
ingu, en hins vegar er hæðst að þeim sem gangast svo upp við
glauminn í Höfn, að þeir sjá ekki grænan blett í Vík. Nú vill svo til,
að veturinn 1852-3 dvaldist í Kaupmannahöfn ung Reykjavíkur-
stúlka, Guðrún Thorstensen, og höfðu þau Steingrímur fellt hugi
saman. Hannes Pétursson víkur að þessu í ævisögu Steingríms:
Fátt er nú til frásagnar um hina örlagaríku endurfundi Guðrúnar
Thorstensens og Steingríms annað en nokkur kvæði hans, og þau er ekki
unnt að nota sem uppistöðu í miklar málalengingar. Hann er þar einn til
vitnis. Flest snúast þau um heitrof hennar og hverflyndi og benda til þess,
að borgarlífið með glysi sínu og freistingum, hafi spillt hinni saklausu
Reykjavíkurstúlku, hún hafi horfið þar inn í „glaumsins trylltu sveit“ og
gleymt heitorðum sínum.4
4 Steingrímur Thorsteinsson. Líf hans og list, s. 99.