Skírnir - 01.09.1991, Síða 133
SKÍRNIR
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST
395
Guðrún, sem var dóttir Jóns landlæknis Thorstensens og Elínar
Stefánsdóttur Stephensens, átti eftir að koma aftur við íslenska leik-
listarsögu. Næst þegar við hittum hana fyrir, heitir hún Guðrún
Hjaltalín og leikur fyrst íslenskra kvenna Astu í Skugga-Sveini:
síðan er hún einnig í hópi fyrstu kvenna sem skrifa fyrir leiksviðið:
hún staðfærir breskt leikrit, Olnbogabarnid, sem Indriði Einarsson
uppfærir í Góðtemplarahúsinu á tíunda áratug aldarinnar.
Grunnþema Eldhúsdagsins eru svik og tryggðir. Þar er reyndar
ekki sama djúpa heiftin og í sumum kvæðanna, sem tvímælalaust
eru þau kvæði Steingríms þar sem mests tilfinningaofsa gætir og
hann er berskjaldaðastur. Leikurinn er á yfirborði gamanleikur og
atburðarásin nokkuð annars konar en maður gæti giskað á að hún
hafi verið í Höfn þennan örlagavetur í lífi þeirra beggja; en kannski
örlar þarna líka á sjálfsgagnrýni. Ef til vill er einhver tími liðinn og
höfundur farinn að skoða atburði í Ijósi, sem kemur úr fleiri áttum
en einni. Þá er og auðveldara að gantast með það, sem í rauninni er
sár og bitur persónuleg reynsla, en slík reynsla virðist mér grunn-
tónn leiksins.
Það, sem mælir gegn þessari tímasetningu er, hversu ósennilegt
er, að Sigurður, séra Matthías eða einhver annar af vinum Stein-
gríms, skuli engan pata hafa haft af þessari leikritssmíð í Kaup-
mannahöfn á sjötta áratugnum, þegar þeir voru þar allir samtímis
og með hausinn uppfullann af skáldskap og menningaráformum.
Sé leikurinn yngri og saminn á sjötta áratugnum, er hins vegar ekki
loku fyrir það skotið, að bréf Sigurðar, sem hér var drepið á í
upphafi, sé raunverulega hvati þess, að leikurinn var skrifaður, þó
að Sigurður hafi engan pata haft af honum um sína daga. Kannski
var skáldið aldrei fyllilega ánægt með Eldhúsdaginn. Kannski
fannst því sér ekki takast til fulls að gera hreint fyrir sínum dyrum
í þeim eldhúsumræðum. Þegar Steingrímur kemur heim, eru farnir
að blása nýir vindar, Útilegumenn séra Matthíasar eru þegar orðnir
„sígildir" og nýr höfundur, Indriði Einarsson, er kominn fram á
ritvöllinn með allt annars konar litaspjald. Skólakennarinn hefur
ekki viljað taka upp samkeppnina við nemendur sína með þetta
gamla æskuverk að vopni; kannski líka þótt óþarfi að ýfa upp
gömul sár.