Skírnir - 01.09.1991, Side 135
SKÍRNIR
NÖFN DALAMANNA 1703-1845
397
og fullkomin óvissa um tilkomu og merkingu sumra nafna. Fyrir
gat og kornið að liðir samsettra nafna væru hvor úr sínum heims-
hluta, einkum er fram liðu stundir. Gott dæmi frá 1703 er Kristrún,
þar sem fyrri hlutinn er grískur, en hinn norrænn. Hér mun ég
freista þess að skipta nöfnum í tvo flokka. I A-flokki hef ég
germönsk nöfn, svo sem Guðrún, Konráð(ur), Matthildur og
Sigvaldi. I B-flokki hef ég öll önnur, og verða þau hér talin upp á
eftir, enda eru þau til mikilla muna færri en hin germönsku. I A-
flokki eru 83% kvennanafna og ekki nema hálfum hundraðshluta
minna meðal karla. Skulu þá talin kvennanöfn í B-flokki
(skammstafanir: gr. = grískt, lat. = latneskt, heb. = hebreskt, ke. =
keltneskt, bl. = blandað og ó. = af óvísum uppruna):
Kvennanöfn: Agata (gr.) Agnes (gr.), Anna (heb.), Barbara (gr.),
Evfemía (gr.), Elín (gr.), Elísabet (heb.), Evlalía (gr.), Jóhanna
(heb.), Karítas (lat.), Katrín (gr.), Kristín (gr.), Kristrún (bl.),
Margrét (gr.), Maríó (ó), Rósa (lat.), Sesselja (lat.), Sof(f)ía (gr.),
Súsanna (heb.).
Karlanöfn: Andrés (gr.), Benedikt (lat.), Daði (ó., kannski ke.),
Erasmus (gr.), Gamalíel (heb.), Hannes (heb.),Jón (heb.), Klemus
(lat.), Magnús (lat.), Markús (lat.), Marteinn (lat.), Mikael (heb.),
Nikulás (gr.), Pantaleon (gr.), Páll (lat.), Pálmi (ó.), Pétur (gr.),
Salómon (heb.), Samson (heb.), Símon (heb.), Stef(f)án (gr.) og
Tómas (gr.).
En sjáum svo algengustu nöfn Dalamanna árið 1703.
Konur Karlar
1. Guðrún 237=22.0% 1. Jón 187=21.5%
2. Sigríður 59= 5.5% 2. Bjarni 57= 6.6%
3. Ingibjörg 55= 5.1% 3. Ólafur 46= 5.3%
4. Margrét 47 4. Sigurður 45
■ 5. Helga 41 5. Guðmundur 39
6. Halldóra 30 6. Magnús 38
7. Steinunn 28 7. Þórður 26
8. Þórunn 27 8. Einar 22
9.-10. Sesselja 25 9. Pétur 20
9.-10. Valgerður 25 10.-12. Árni 18
11. Þóra 24 10.-12. Halldór 18
12. Guðríður 23 10.-12. Páll 18