Skírnir - 01.09.1991, Page 137
SKÍRNIR
NÖFN DALAMANNA 1703-1845
399
Magnús. Jón, Pétur og Magnús voru tekin upp þegar á 11. öld og
Páll á 12. Öll þessi nöfn höfðu lotið lögmálum tungu okkar, og má
þó segja að Jón ætti strangt tekið að vera Jónn í nefnifalli, sbr. Páll.
Nú skal geta nokkurra nafna sem tíðari voru að tiltölu í Dala-
sýslu en annarstaðar eða kannski hvergi til nema þar.
Asvaldur var einn á landinu 1703, Þorsteinsson, 35 ára í Glerár-
skógum í Hvammssveit. Nafn þetta er fornt og kemur fyrir í
ættum landnámsmanna. Það virðist hafa verið fremur notað í
Noregi en á Islandi, þegar fram liðu stundir. Asvaldur mun merkja
„gæddur goðamætti“. Sumir halda að Astvaldur hafi sprottið af
þessu seinna meir, en það er meira en vafasamt. Astvaldur er svo
ungt heiti, að menn samsettu þá af ástinni ekkert síður en ásum. Ef
til vill er þetta orðið til úr Astríður (Asta) og Þorvaldur. Einn var
og Ásvaldur í manntalinu 1801, líka Þorsteinsson, en sá var á
Stórubrekku í Borgarsókn í Mýrarsýslu, 63 ára. Enginn Asvaldur
er 1845, né heldur 1855, en þrír 1910, fjórir svo skírðir 1921-1950.
I þjóðskrá 1982 eru þeir milli 10 og 20. Nafnið sé ég ekki í síðustu
árgöngum.
Bœring eða Bxringur (tekið sem eitt í tölum hér á eftir) er
riddarasagna- og rímnanafn. Ég trúi því í bili að þetta sé eftir löng-
um og krókóttum leiðum orðið til úr fornháþýsku Beringaer (á
tungu okkar Bjarngeir), latínað Berengarius, ensku Berenger,
þýsku Berengará Einn var Bænng á Islandi 1703, Einarsson, bóndi
á Heinabergi í Saurbæjarsókn, 41 árs. Tæpri öld síðar voru þeir
fjórir, þrír í Dalasýslu og einn í Snæfellssýslu. Um og upp úr miðri
19. öld fjölgaði Bæringum nokkuð, einkum vestanlands. Nú er
nafnið fremur fátítt og ekki í náðinni síðustu áratugi.
Óvíst er hversu nafnið Evfemía er gamalt hérlendis, en níu voru
á vestanverðu Islandi árið 1703, fjórar þeirra í Dalasýslu. Evfemía
er grískt nafn og merkir „góðfræg", af gr. forskeytinu eu-, sem
merkir góð-, vel, og pheme=orðstír, ensku fame. Frá Evfemíu segir
í Heilagra meyja drápu, og voru píslarvætti þau, sem hún mátti
þola í ofsóknum Díokletíans keisara gegn kristnum mönnum, bæði
margbrotin og stórbrotin. Þoldi hún þau furðu vel lengi, en þar
kom að óð ljón grönduðu henni:
5 Reklams Namenbuch, bls. 18.