Skírnir - 01.09.1991, Page 139
SKÍRNIR
NÖFN DALAMANNA 1703-1845
401
Lýður er ættað úr þýsku, sbr. Leute - fólk, þjóð. Það merkti
„þjóðhetja", sá sem berst fyrir fólkið, lýðinn (þýsku Liutger,
,,Lýðgeir“). Hingað kom nafnið í danskri mynd sem umbreyttist í
Lýður, líklega að uppruna náskylt eða hið sama og Lúther.
Einn Lýbur var á landi hér 1703 og sá í Dalasýslu: sr. Lýður
Magnússon 43 ára, „kostgangari" á Skarði á Skarðsströnd. Síðan
hafa menn með þessu nafni jafnan verið nokkrir tugir, og er nafnið
enn vel lifandi, t.d. voru þrír sveinar skírðir svo 1976.
Mikael var nafn alfrægs höfuðengils. Það er úr hebresku og felur
í sér spurningu: „Hver er líkur guði?“ og þeir eru víst ekki margir.
Nafnið er til í ýmsum myndum bæði hérlendis og erlendis, á
spönsku t.d. Miguel. Messudag á heilagur Mikael 29. september
og raunar fleiri eða aðra sumstaðar.
Arnór Þórðarson, jarlaskáld (11. öld) kvað:
Mikkjáll vegr, þats misgjört þykkir
manvitsfróðr, ok allt ið góða.
Tyggi skiptir síðan seggjum
sólarhjálms á dæmistóli.7
Þarna segir að margvís Mikkjáll vegi misgjörðir manna og
góðgjörðir (á metaskálum). Síðan skiptir drottinn (tyggi sólar-
hjálms) mönnum á dómsdegi (í fordæmda og hólpna). Mikill er
ein gerð forfeðra okkar af Mikaels-nafni, og báru fimm það heiti
1703, en tveir eru sagðir heita Mikael, annar þeirra í Dalasýslu,
Mikael Guðmundsson, níu ára gamall ómagi á Skarðstrandar-
hreppi. Alla 19. öld báru sárafáir íslendingar heiti hins margfróða
og mæliglögga höfuðengils. Þeim hefur farið ofurlítið fjölgandi,
og nafnið er hreint ekki fátítt síðustu áratugi.
Pantaleon er líklega komið úr grísku Pantaléemon = „sem hefur
samúð með öllum“ (e. all-compassionate). Pantaleon (d. 305) var
læknir og píslarvottur, talinn hjá Þjóðverjum einn af 14 „Not-
helfern“ sem Englendingar kalla „Holy Helpers". Messudagur
hans er 27. júlí. Sr. Sigurður Ketilsson á Ljótsstöðum í Vopnafirði
orti 1815 rímur af Pantaleon píslarvotti. Elsta dæmið á Islandi er
Pantaleon Ólafsson prestur á Stað í Grunnavík, sá er Ögmundur
7 Sjá Skjaldedigtningen I, bls 593.