Skírnir - 01.09.1991, Page 140
402
GÍSLIJÓNSSON
SKÍRNIR
Pálsson bannfærði 1531. Fjórir íslendingar báru nafnið Pantaleon
1703, tveir í Dalasýslu, einn í Mýrasýslu og einn í Isafjarðarsýslu.
Þá var einnig til í Isafjarðarsýslu stuttnefnið Panti (tveir). Árið
1801 hétu tveir menn á landi hér Pantaleon, annar í Dölum,
Pantaleon Þorsteinsson vinnumaður í Hvammi, 19 ára. Nafnið var
alla tíð örfágætt hér, en hjarði þó fram á okkar öld, einn er í
manntalinu 1910 og sá fæddur í Dalasýslu.
Pálmi er orðið mannsnafn á Islandi á 15. öld. Umsvifaminnst
væri auðvitað að hugsa sér þetta eitt og hið sama og heiti það
alþekkt á erlendri jurt sem sprettur í miklum hita, en frummerking
þess orðs er að „teygjast út, breiða sig út“. En Pálma-málið þarf
ekki að vera svona einfalt. Fjölmörg dæmi eru um forndanska
nafnið Pálni eða Palni, sbr. hinn sögufræga víkingaforingja, Pálna-
Tóka á 10. öld, þann sem stofnaði Jómsborg og drap Harald
Danakonung blátönn. I Nordisk Kultur8 eru þess talin dæmi að
Palni væri latínað Palemon og væri því ekki óhugsandi að nafnið
hefði komið til baka á Norðurlönd í gerðinni Pálmi (Palme). En
jafnvel þó við sættumst á að Pálmi væri orðið til úr Pálni, ber
mönnum ekki saman um merkinguna eða upprunann. Sumir telja
nafnið komið úr keltneskum málum eða vindversku, en Lind9
hugsaði sér að til hefði verið lýsingarorðið pálinn og væri Pálni
veik mynd af því, skylt verkfærisheitinu páll og sögninni að pœla.
Páll í þeirri merkingu er gamalt tökuorð úr latínu palus = stólpi.
Árið 1703 voru aðeins þrír Pálmar á landi hér, tveir í Dalasýslu
og einn í Snæfellsnessýslu. Síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt:
30 árið 1845, 81 árið 1910, flestir þeirra fæddir í Eyjafjarðar- og
Skagafjarðarsýslum. Árin 1921-50 hlutu 140 sveinar þetta nafn, og
í síðustu árgöngum eru þeir 4-7.
Róbert er germanskt nafn sem ætti að vera Hró(ð)bjartur á
íslensku, sbr. Hrómundur. Þetta er stórfrægt nafn um heiminn. Að
minnsta kosti fjórir dýrlingar bera Róberts-nsin, og frægt er það úr
riddarabókmenntum. Róbert Guiskard var Normannahertogi á 11.
öld.
Nafnið Róbert gekk sýnu verr í Islendinga en ýmsa aðra. Tveir
voru hérlendis 1703, annar í Dalasýslu, Róbert Vilhjálmsson, 68
8 VII. bindi, bls. 188
9 Danmarks gamle personnavne II, 1070-1076.