Skírnir - 01.09.1991, Page 141
SKÍRNIR
NÖFN DALAMANNA 1703-1845
403
ára sveitarómagi á Laxárdalshreppi. Síðan dó nafnið út hérlendis.
Það kemur ekki fyrir í neinu aðalmanntali á 19. öld, en 1910 voru
sjö. Síðan hefur fjölgað talsvert, og veit ég ekki hvaða þátt Robert
Taylor og Robert Mitchum kunna að eiga í því. Nú teljast íslenskir
Róbertar í hundruðum, og síðustu áratugi hefur nafnið verið í
tísku, 17 skírðirþví 1976, 20 árið 1982 og 13 árið 1985.
Súsanna var ein á Islandi 1703, Súsanna Jónsdóttir „vinnu-
kvensvift", 18 ára á Staðarhóli í Dölum. Eldri dæmi finn ég ekki.
Nafnið er úr hebresku Sjusjan og merkir blómið lilju. Gegnum
grísku og latínu barst það til okkar í gerðinni Súsanna. Heitir svo
ein kona í Lúkasarguðspjalli. Súsanna var dýrlingur, löngum nefnd
í sömu andrá og Tiburtius, en það er víst vegna þess að nöfn þeirra
ber upp á sama dag í dýrlingatali (martyrologium). Dagur þeirra er
11. ágúst. Nafn þetta varð mjög vinsælt í Englandi á 18. öld (oft
stytt í S(h)usan, og svo í Bandaríkjunum. Þeim þar vestra er tamt
að syngja: „Oh, Susanna“, o.s.frv. Hægt fjölgaði Súsönnum á
Islandi á 19. öld, enda stundum snúið út úr þessu, og verður þó
merkingin ekki verri fyrir það: „sú sanna“. En nú munu á annað
hundrað íslenskar konur heita þessu nafni í mismunandi gerðum,
enda ýmsar þeirra komnar að utan. I síðustu árgöngum eru oft 2-3
Súsönnur.
Kemur þá svipmikið norrænt nafn, Svarthöfði. Það kemur
nokkrum sinnum fyrir í fornum bókum, bæði sem heiti lifandi
manna og í skáldverkum. Svo segir í Völuspá inni skömmu.
Eru völur allar
frá Viðolfi,
vitkar allir
frá Vilmeiði,
seiðberendur
frá Svarthöfða,
jötnar allir
frá Ymi komnir.10
Frægastur þeirra Svarthöfða, er stigu fæti á fold, var Svarthöfði
Dufgusson í Sturlungu. Föðurnafn hans er keltneskt og merkir
10 Eddukvœði, bls. 511.