Skírnir - 01.09.1991, Page 144
406
GÍSLIJÓNSSON
SKÍRNIR
Hér á toppnum hefur það helst gerst til tíðinda, að Kristín og
Jóhanna hafa verið í stórsókn, en postularnir Pétur og Páll látið
hlut sinn að sama skapi. Jón gerir betur en að halda sínu, en
Guðrún tapar á kostnað Kristínar og Sigríðar. Ingibjörg hefur
nákvæmlega sama hundraðshluta og 1703. Karlamegin hefur
Guðmundur tekið sæti Bjarna.
En nú skulum við hyggja að nokkrum nöfnum sem Dala-
mönnum höfðu bæst frá 1703 eða einhverjum þeim sem þar voru
sérstaklega algeng að tiltölu 1801.
Aníka var ein á landinu 1801, Aníka Bjarnadóttir, „ekkja
vanfær“, 71 árs, Hjarðarholti í Dölum. Nafn þetta er komið úr
þýsku, gælunafn af Anna, Anniche. Það var títt í Flensborg og
Slésvík. Tvær A(n)íkur höfðu verið á Islandi 1703, báðar í
Snæfellsnessýslu. Nafn þetta hefur lifað af hérlendis, sárasjaldgæft,
aldrei náð tíu í neinu af helstu manntölum.
Bersabe var einnig ein á Islandi 1801, Bersabe Jónsdóttir, 37 ára,
vinnukona á Núpi í Búðardalssókn. Þetta nafn er ummyndun úr
hebreska nafninu Bat(h)seba, en ekki ber bókum saman um hvað
það merkir. Sjá má þýðingar eins og „dóttir gnægðar" og „girni-
leg“. Að minnsta kosti þótti Davíð konungi Bat(h)seba girnileg. I
Oxford Dictionary of English Christian Names segir að nafnið
komi stundum fyrir í gerðinni Barsabe, og er þá stutt yfir í gerðina
Bersabe, eins og í Dölunum 1801. Hér á landi eru þess dæmi að
Bersabe (Bessabe) væri haft til að skíra eftir Bersa (Bessa).n
Þá eru þess dæmi að nafnið breytist í Bes(s)abet, fyrir áhrif frá
Elísabet að líkindum. Örfáar íslenskar konur hafa borið þetta nafn í
einhverri mynd, en nú er það helst haft Batseba, ef notað er.
Bogi er vopnsheiti og líklega tákn um hermennsku, þegar það er
gert að skírnarnafni. Einn Bogi er nefndur í Landnámu, og hétu
systkini hans Broddur og Hjálmgerður. Stafar því litlum friði af
nöfnum þeirra systkina. I Noregi er svo að sjá, að Boga-nafn komi
fyrir í samsettum staðaheitum. Nafnið var afar sjaldgæft hérlendis
fyrrum, ef það hefur nokkurn tíma verið nafn raunverulegra
manna og ekki skáldskapur einber. Enginn Bogi er nefndur í
Sturlungu, og enginn var hér á landi 1703. En árið 1801 heita tveir
íbúar Dalasýslu þessu nafni, hinn eldri Bogi Benediktsson í
11 Heimildarmaður Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli.