Skírnir - 01.09.1991, Síða 145
SKÍRNIR
NÖFN DALAMANNA 1703-1845
407
Hrappsey, rúmlega áttræður, hinn yngri alnafni hans og sonar-
sonur. Góðar heimildir eru fyrir því að Bogi eldri væri skírður
eftir Boy Steffensen, dönskum skipstjóra.12 Frá 1801 hefur Bogum
fjölgað nokkuð, en eru þó ekki margir, nokkrir tugir í öllum helstu
manntölum. Nafnið lifir dágóðu lífi síðustu áratugi.
Daníel er hebreska og merkir „guð er dómari (minn)“. Daníel
var sonur Abigaelar og Davíðs konungs. Daníel (409-493) var
dýrlingur, pílagrímur. Messudagur hans er 11. desember. Nafnið
Daníel var tekið upp hér á landi á 15. öld, og enn fyrr í Noregi.
Tveir voru Daníelar 1703, annar í Mýrasýslu, hinn í Norður-
Múlasýslu. En svo tók að fjölga, og í Dalasýslu voru orðnir fjórir
1801, en á öllu landinu 49. Alla 19. öldina fjölgaði svo Islendingum
með þessu nafni, en nokkurt bakslag kom á fyrri hluta okkar aldar.
í þjóðskrá 1982 heita þó svo að fyrra eða einu nafni 201. En allra
síðustu árin hefur nafnið komist í tísku: Árið 1976 skírðir 12, 1982
tvöföld sú tala og 1985 hvorki fleiri né færri en 37 (20. sæti karla).
Á sama tíma hefur nokkrum öðrum biblíunöfnum fjölgað til muna
(t.d. Aron, Davíð, Eva, Rakel, Rut og Sara).
Um nafnið Fríður segir Hermann Pálsson: „Heiti þetta er
sjaldgæft eitt sér, en þeim mun algengara í samsettum nöfnum.
Endingarnar -fríður og -ríður eru mjög tíðar, og forliðurinn Frið-
er af sama stofni. Fríður merkir fögur og er skylt sögninni að frjá
(unna, elska) og orðinu friður. Að fornu kemur Fríður fyrir í
Fjölsvinnsmálum, svo hét ein af þernum Menglaðar, og í Bárðar
sögu, Fríður Dofradóttir."13
Fríður var fátítt nafn á landi hér. Árið 1703 voru þær þrjár. Árið
1801 var það nýtt meðal Dalamanna. Fríður Jónsdóttir, 19 ára
vinnukona á Skarði á Skarðsströnd, var þá ein fjögurra á landinu
öllu. Nafnið var sárasjaldgæft alla 19. öldina og þó fremur sunnan-
lands en norðan það sem það var. Enn er nafnið heldur fátítt, þó
ekki eins og var, og kalla má að það sé vel lifandi síðustu áratugi.
Danskur biskup, vel guðhræddur og trúrækinn, að nafni Ludvig
Harboe, fór hér um landið 1741-45 með miklu valdi og gat sér
gott orð. Jón Eiríksson konferensráð, sem verið hafði skjólstæð-
ingur hans, skírði son sinn Ludvig eftir honum, en Gísli Sigmunds-
12 Sjá Staðarfellsœtt, bls. 92.
13 íslensk mannanöfn 1960, bls. 189-190.