Skírnir - 01.09.1991, Page 147
SKÍRNIR NÖFN DALAMANNA 1703-1845 409
til Thyastira í Grikklandi. Árið 1703 var Lydía enn ekki meðal
kvenheita á íslandi, en 1801 var ein komin: Lydía Eyjólfsdóttir,
37 ára húsfreyja í Frakkanesi í Skarðssókn í Dalasýslu. Árið 1845
var hún horfin, en í hennar stað komin Lydía Sveinsdóttir, 26 ára, á
Tjörn á Vatnsnesi. Síðan hefur Lydíum fjölgað nokkuð hérlendis
og eru nokkrir tugir.
Meðal Rómverja kom fyrir heitið Maurus, það er maður frá
Máritaníu í Afríku. Nafn þetta barst norður um Evrópu í mis-
munandi myndum Mauritz, Moritz, og stundum óbreytt að öðru
en stafsetningu. Einn var Mauritz á Islandi 1703 og sá í Mýrasýslu.
En 1801 er gerðin Márus komin; hétu svo tveir ungir sveinar, sá
eldri Márus Matthíasson á Kirkjubóli í Útskálasókn í Gullbringu-
sýslu. Nafn þetta hefur alla tíð verið fágætt á Islandi. Árið 1845
urðu þó Márusarnir sex, þar af þrír í Dalasýslu. Síðan munu þeir
alla tíð hafa verið teljandi á fingrum annarrar handar.
Moníka er dýrlingsnafn sem barst hingað á 18. öld Heilög
Moníka var frá Afríku og var móðir heilags Ágústínusar, rómuð
fyrir þolgæði. Þjóðverjar notuðu þetta nafn meira en við og segja
upprunann óljósan. I mannanafnabókum má sjá þá tilgátu að nafnið
sé afrískt, en því ekki grískt, af monos einn? Gæti Moníka ekki
verið hin einstaka? Moníkur voru fjórar á Islandi 1801, tvær í Dala-
sýslu og tvær í Skagafirði. Moníkur hafa alla tíð verið hér mjög fáar,
og þá helst í Skagafirði. Nafninu bregður fyrir í síðustu árgöngum.
Styrkár er fornt norrænt nafn sem var miklu algengara í Noregi
en á íslandi fyrrum. Fyrri hluti nafnsins táknar „stríð“, síðari
hlutinn, kár(r) = „hrokkinhærður" eða „úfinn". Ætli Styrkár sé
ekki skæður hermaður? Aðeins einn Islendingur hét þessu nafni
1703, Barðstrendingur. En árið 1801 voru þeir þrír, einn þeirra í
Dölum, Styrkár Styrkársson, 50 ára á Kvennabrekku. Alla 19.
öldina hélst nafnið helst í Dalasýslu og var stundum hvergi til nema
þar. Nafnið er mjög fátítt á okkar dögum, en hvergi nærri dautt.
Aðeins einn tvínefndan mann hef ég fundið í Dalasýslu 1801.
Það er Anna Margrét Jónsdóttir, 19 ára vinnukona í Galtardals-
tungu í Staðarfellssókn.
Þá tekur að bregða fyrir ættarnöfnum. Bókaðir eru Vigfús Fjeld-
sted, 47 ára, bóndi og gullsmiður í Galtardalstungu og Magnús
Móberg, þrítugur vinnumaður á Hnúki í Skarðssókn.