Skírnir - 01.09.1991, Síða 151
SKÍRNIR
NÖFN DALAMANNA 1703-1845
413
í Dalasýslu voru 1845 fjórar konur nefndar Dýrfinna, af 14 á
landinu öllu. Algengast er að skýra forliðinn Dýr- svo, að þar sé
komið lýsingarorðið dýr í merkingunni dýrmætur, ágætur. Nöfnin
Finna og Finnur hafa löngum verið talin til marks um finnskan
(lappneskan) uppruna manna. Samkvæmt þessu væri Dýrfinna
ágæt kona af finnskum uppruna, eða frá Finnmörk.
Norskur maður er nefndur Eivind Vágslid (1897-1986), skóla-
kennari og mikill áhugamaður um norræn manna- og staðanöfn.
Hefur hann margt skrifað skemmtilegt, enda fer hann ekki troðnar
slóðir og hefur nokkuð sína hentisemi um skýringar. Dýrfinna,
segir hann, er „sú sem finnur dýr“,16 og ekki meira um það.
Islenskur maður er nefndur Felix Sveinsson, fæddur 1793.
Móðir hans hét Þórey, húnvetnsk, svo var og Sveinn faðir hans.
Felix Sveinsson átti Herdísi Olafsdóttur, og bjuggu þau síðast á
Neðri-Brunná í Staðarhólssókn í Dalasýslu. Fyrst fæddist þeim
hjónum sveinbarn, en eigi að síður vildi Felix bóndi láta heita eftir
móður sinni Þóreyju. Varð honum ekki ráðafátt, sneri við nafninu
Þórey, og fékk sveinninn nafnið Eyþór, og ætla ég að hann sé
fyrstur manna með því nafni.
Ey í mannanöfnum er sama og hvorukynsnafnorðið ey = auðna,
gæfa. Þess má geta, að næst fæddist þeim Felix og Herdísi dóttir,
og hlaut hún nafnið Þórey. Aftur eignuðust þau meybarn, og nú
kom þeim í hug að skíra eftir sjálfum sér, sem ekki var fátítt á 19.
öld. Og hvernig átti þá að tengja nöfn þeirra saman í þessum ávexti
sambúðar þeirra? Jú, mærin var látin heita Feldís.
Eyþór Felixson frá Neðri-Brunná var faðir Asgeirs föður
Asgeirs sem síðar varð forseti íslands.
Fleiri en Felix Sveinsson skírðu nafninu Eyþór eftir kvenheitinu
Þórey. Eyþór í Lindu átti móður sem Þórey hét.
Árið 1910 hafði Eyþórum fjölgað í 68, og í þjóðskrá 1982 heita
svo 155 fyrra eða einu nafni. Sjö voru skírðir Eyþór 1960 og ellefu
1982.
Feldís hefur ekki orðið eins algengt nafn og Eyþór, en tvær fann
ég þó í þjóðskránni 1982, fæddar 1963 og 1966.
Gublína var nýnefni á landi hér 1845. Ein mær hét svo: Guðlína
Magnúsdóttir fimm ára, á Teigi í Hvammssveit í Dalasýslu. Konur
16 Norderlendske Fyrenamn, bls. 82.