Skírnir - 01.09.1991, Side 153
SKÍRNIR
NÖFN DALAMANNA 1703-1845
415
virðist ekki hafa orðið langlífur. Árið 1910 er talið að einn íslend-
ingur heiti Ikkaboð, eins og það er prentað, fæddur í Snæfellsnes-
sýslu. Má vera að þar gæti þjóðskýringarinnar „Iðkaboð", borið
fram með ó-rödduðu ð-i (þorni). Gömul kona úr Dölum skýrði
nafnið svo, að það merkti boðberi, „sá sem iðkar (iþkar) boð“.
Árin 1921-50 var enginn íslendingur skírður íkaboð (Ikkaboð),
og reyndar finn ég það ekki síðan.
Fjórir Islendingar báru 1845 nafnið Jósúa. Þetta er mikið nafn í
Biblíunni, en þýtt á mismunandi vegu; „guð er lausnin", „guð
hjálpar", „guð er veglyndur". Nafn þetta tóku Islendingar upp á
síðari hluta 18. aldar, og voru þrír 1801. Af þeim fjórum, sem
nafnið báru 1845 var einn Dalamaður, Jósúa Jósúason á Bæ í
Sauðafellssókn, fæddur 1815. Flestir urðu Islendingar með þessu
nafni árið 1855, sjö, en eru nú örfáir og nafnið í útrýmingarháska.
Kolþerna er forn samsetning. Ekki settu gamlar höfðingjaættir
þernumerkinguna fyrir sig. Þrjár eru Kolþernur í höfðingjaættum
á Sturlungaöld, og ekki aðrar, þeirra á meðal Kolþerna Eyjólfs-
dóttir, sonardóttir Guðmundar ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði.
Hún átti Bergþór Másson Húnröðarsonar Véfröðarsonar Ævars-
sonar hins gamla. Þetta eru Húnröðlingar eða Æverlingar. Hafliði
Másson, stórhöfðingi á Breiðabólstað í Vesturhópi, var mágur
Kolþernu Eyjólfsdóttur. Árið 1703 voru 14 Kolþernur á Islandi,
einkum sunnanlands og vestan. Árið 1801 hafði þeim fækkað í
átta, og þar af voru sex í Dalasýslu. Tekur þetta svipmikla nafn að
einangrast þar um slóðir. Árið 1845 hefur þeim fækkað um
helming, og eru þrjár í Dölum, en ein í Strandasýslu. Tíu árum
síðar eru enn fjórar og allar í Dölum. Árið 1910 eru enn tvær
Kolþernur, báðar fæddar í Dalasýslu. Síðan ekki söguna meir. En
nú skíra menn einstöku sinnum Kolfinnu og mörgum sinnum
Kolbrúnu.
Kristmann er gamalt nafn á Norðurlöndum. I Danmörku telst
dæmi frá 12. öld, Svíþjóð frá 13. og í Noregi frá 15. Nafnið var
miklu seinna á ferðinni á íslandi. Elstu dæmi eru úr Dölum, en
þar voru þrír af sjö 1845. Enginn hafði náð þrítugsaldri; Kristmann
Halldórsson á Hömrum í Vatnshornssókn var 28 ára og alnafni
hans í Hjarðarholti var 27. Þá voru einnig þrír „Kristmenn“ í
Húnavatnssýslu og einn á Snæfellsnesi.