Skírnir - 01.09.1991, Qupperneq 154
416
GÍSLIJÓNSSON
SKÍRNIR
Mönnum með þessu nafni fjölgaði hægt, þó voru skírðir 49 árin
1921-50. En vinsældir nafnsins hafa þorrið, og er það þó enn vel
lifandi.
Ein íslensk kona bar hið danskættaða nafn Kristólína 1845,
Kristólína Ólafsdóttir, 19 ára á Háafelli í Saurbæjarsókn í Dölum.
Síðan fjölgaði og urðu flestar 1910, alls 15, þar af átta fæddar í
Snæfellsnessýslu. Nú hefur Kristólínum aftur fækkað til muna.
Lalíla er erfitt nafn að skýra. Það kemur aðeins fyrir í sam-
setningunni Lilja Lalíla. Hin fyrsta, sem bar þessi nöfn, fæddist
u.þ.b. 1734 og varð ljósmóðir í Guðlaugsvík í Hrútafirði. Eftir
henni hétu nokkrar, eins og gerðist um góðar ljósmæður. Nefnd-
ust þrjár konur Lilja Lalíla 1801, tvær á Kollsá í Strandasýslu (68
og 12 ára) og ein á Fæti í Eyrarsókn í Isafjarðarsýslu, 22 ára. Arið
1845 bera tvær konur nöfn þessi, önnur í Strandasýslu, Lilja Lalíla
Jónsdóttir, 55 ára, í Heydal og alnafna hennar, 31 árs, í Knarrar-
höfn í Hvammssókn í Dölum. Tíu árum seinna bera enn tvær
konur nöfnin, báðar í Strandasýslu, en svo hverfur það. Er þetta
afbökun úr Dalíla? Er þetta trall: „la-lí-la“ eins og sungið er,
þegar í texta segir að hist skuli „í kvöld við ósinn“? Er þetta
barnabuldur? Eða er þetta afbökun úr Lalía. Ein var Lalía á
Islandi 1703, Lalía Eiríksdóttir 6 ára bóndadóttir í Haga í Gnúp-
verjahreppi, Árnessýslu. Lalía gæti verið stytting úr Evlalía (sjá
það), en mætti svo sem líka vera sjálfstætt nafn, „sú sem talar“, gr.
laleo-tala.
Rósbjörg er ung íslensk samsetning, engin 1801, en 1845 var ein
ársgömul meyja á Vatni í Vatnshornssókn í Dalasýslu, Rósbjörg
Jónasdóttir. Tíu árum síðar voru Rósbjargir orðnar fimm á landinu
öllu. Nafnið hefur haldist, en heldur fátítt.
A 19. öld tóku menn í óða önn að setja saman karlmannsnöfn
með Sigur- að fyrri lið. Það var óþekkt 1703, og 1801 er aðeins
Sigurbjartur (Guðmundsson, tveggja ára. Ægissíðu, Þverárhreppi í
Vestur-Húnavatnssýslu). En 1845 var heldur annað uppi á
teningnum. Þá voru auk Sigurbjarts (mannfjöldi í sviga):
Sigurbjörn (50), Sigurdagur (1), Sigurdör (2), Sigurfinnur (1),
Sigurgarður (1), Sigurgeir (28), Sigurgrímur (1), Sigurjón (26),
Sigurlaugur (2), Sigurpáll (3), Sigursteinn (1), Sigursturla (1),
Sigurtryggvi (1).