Skírnir - 01.09.1991, Síða 155
SKÍRNIR
NÖFN DALAMANNA 1703-1845
417
Þingeyingar voru sérlega iðnir smiðir þessara samsetninga, og
algengustu nöfn þessarar gerðar (Sigurbjörn, Sigurgeir og Sigur-
jón) virðast öll fundin upp í Þingeyjarsýslu.
Geir í Sigurgeir merkir spjót, og hefur mörgum þótt þetta hið
myndarlegasta nafn og í stíl við forn hermanns heiti, einkum þó að
sjálfsögðu Siggeir. Það er ævafornt.
Elsti Sigurgeir, sem ég veit um, var Jónsson í Reykjahlíð við
Mývatn, 26 ára í manntalinu 1845. Nafnið rann inn í málið og
komst í tísku. En menn tóku þá að velta fyrir sér tilbrigðum. Dör
er gamalt orð í merkingunni vopn, einkum spjót. Var nokkuð verra
að heita Sigurdör en Sigurgeir? Var ekki hvort tveggja jafn-
sigurstranglegt? Svo þótti sumum.
Sigurbjörg Jónsdóttir Reykjalín prests á Ríp og Stefán bóndi
Gíslason eignuðust son 31. ágúst 1840, og bjuggu þá á Ríp í
Hegranesi. Þessi sveinn var nefndur Friðrik Sigurdör. Seinna nafnið
er kirfilega staðfest í kirkjubókum, en hefur stundum af gáleysi
verið breytt í Sigurður eða Sigurdór,19 Friðrik Sigurdör Stefánsson
var seinna þingmaður Skagfirðinga, dáinn 1917. Hann átti sér nafna
vestur í Dölum fimm árum yngri. I manntalinu 1845 er eins árs
sveinn, Sigurdör Jónsson á Geitastekk í Snóksdalssókn.20 Því
miður hefur nafn hans, sem skýrt er í kirkjubókum, aflagast í
Sigurdór í prentun Nafnalykils sr. Björns Magnússonar.
Vermundur er gamalt norrænt nafn, haft bæði á Islandi og víðar
um Norðurlönd. Ekki er alveg ljóst hvað fyrri liðurinn táknar, en
Ásgeir Bl. Magnússon heldur að það sé sama og ver = karlmaður,
lat. vir í sömu merkingu. Um mund, sjá áður nafnið Hrómundur.
Kunnur er Vermundur mjóvi Þorgrímsson kappi í Eyrbyggju.
Árið 1703 hétu 11 íslendingar Vermundur, en svo fór mjög
fækkandi. Nafnið hefur rétt hjarað. Árið 1845 var einn Vermundur
í Dalasýslu, af fjórum á landinu öllu: Vermundur Vermundsson á
Hvoli í Hvolssókn. Nafn þetta lifir enn, en sýnist í hættu. Ekki
mun Vermundur í Ævintýri á gönguför hafa hjálpað til, meðan það
leikrit var í hávegum haft.
Þjóðhildur er fornt og gott nafn, svo hét t.d. kona Eiríks rauða,
og við hana kennd Þjóðhildarkirkja í Brattahlíð á Grænlandi. Árið
19 íslenzkar œviskrár II; Alþingismannatal 1978.
20 Dalamenn I, bls. 352.