Skírnir - 01.09.1991, Side 158
420
GlSLI jónsson
SKÍRNIR
1) Vigfús E(iríksson) Reykdal, 63 ára, prestur í Snóksdal. Hann mun hafa
kennt sig við Reykholtsdal í Borgarfirði.
2) Salbjörg J(ónsdóttir) Reykdal, 44 ára kona hans.
3) Katrín Reykdal, 21 árs dóttir þeirra.
4) Sigríður Reykdal, 15 ára dóttir þeirra.
5) Sigríður Solveig Ásta Reykdal, 13 ára, dóttir þeirra.
6) Ragnheiður Reykdal, 8 ára, dóttir þeirra.
7) Bogi Benedictsen, 75 ára, Staðarfelli, „bóndi, lifir af grasnyt, theologiæ
& antiquistudiosus, forlíkunarmaður“. Hann er og titlaður herra, en
kona hans, „mad. Jarðþrúður", er ekki skráð Benedictsen, heldur]óns-
dóttir.
8) Hildur Bogadóttir Thorarensen, 47 ára, ekkja Bjarna amtmanns og
skálds. Hún er komin til föður síns á Staðarfelli með tvær dætur:
9) Steinunn Bjarnadóttir Thorarensen, 22 ára, dóttir hennar.
10) Hildur Solveig Bjarnadóttir Thorarensen, 11 ára, dóttir hennar.
11) Þorvaldur Sívertsen (=Sigurðsson), 48 ára, umboðshaldari í Hrappsey.
12) Ragnhildur Skúladóttir Sívertsen, 46 ára, kona hans.
13) Katrín Þ. Sívertsen, 17 ára, dóttir þeirra.
14) Kristín Ólína Þ. Sívertsen, 13 ára, dóttir þeirra.
15) Kristín B(ogadóttir) Magnúsen, 79 ára, „ekkjufrú", móðir húsfreyju.
16) Kristján Skúlason Magnúsen, 44 ára, Skarði, sýslumaður í Dalasýslu.
17) Ingibjörg E(benesersdóttir) Magnúsen, 33 ára, kona hans.
18) Ebeneser Kr. Magnúsen, 3 ára, barn hjónanna.
19) Skúli Th(eódór) Kr. Magnúsen, eins árs, barn hjónanna.
20) Elínborg Kr. Magnúsen, 6 ára, barn hjónanna.
21) Magnús M(agnússon) Móherg, 73 ára, „fyrirvinna", Manheimum
Skarðssókn (sjá fyrr).
Niðurstöður
1) Nöfn Dalamanna 1703-1845 voru að miklum meiri hluta af
germönskum toga og flest norræn og höfðu fylgt þjóðinni frá
öndverðu. Þó lækkaði hlutfall germanskra nafna á tímabilinu úr
83% í 72.8% meðal kvenna og úr 82.5% í 66.5% meðal karla.
2) Allan tímann eru Jón og Guðrún langalgengust nöfn, en hlutfall