Skírnir - 01.09.1991, Page 159
SKÍRNIR
NÖFN DALAMANNA 1703-1845
421
Gudrúnar lækkar mjög, og dregur saman með henni og Sigríði og
Kristínu.
3) Meðal karla hækkar hlutur Guðmundar og Sigurðar, en Bjarni
þokar að sama skapi. Framandi nöfn, svo sem Jónas, Kristján,
Jóhannes, rjúka upp, áður en lýkur.
4) Nafnsiðir Dalamanna stóðu á gamalli, þjóðlegri rót. Þó voru
tekin upp fleirnefni meðal hárra og lágra og ættarnöfn, einkum
meðal embættismanna. Tvínefnum tóku þó Dalamenn af allri gát.
5) Dalamenn varðveittu betur en margir aðrir nokkur góð þjóðleg
nöfn, eins og Geirríður, Kolþerna, Styrkár, Vermundur og Þjóð-
hildur.
6) Þeir voru óhræddir við að búa til ný nöfn, t.d. Eyþór, Feldís,
Guðlína, Lazarína og Rósbjörg eða taka upp fátíð nöfn úr ýmsum
áttum: Bersabe, Harbó, Ikaboð,Jójada, Lydía, Márus, Moníka.
7) Laxdœla saga sýndist lítil áhrif hafa haft á nafngiftir Dalamanna
á þessu tímabili. Guðrún og Olafur voru að vísu afar algeng, en
það var eins um allt land. A tímabilinu var enginn Bolli, Hrefna né
Hrútur, Halldór fátíðara en gekk og gerðist, Höskuldur og Kjartan
hverfa. Og enginn hafði sig upp í að skíra Melkorku. Þá er svo að
sjá, að aðrar Islendingasögur og Sturlunga hafi verið jafn áhrifa-
litlar. Fremur var að áhrifa gætti frá öðrum bókmenntum, svo sem
rímum, riddarasögum og Biblíunni. Þannig var þetta víða um land.