Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 10
Inngangur
gerir Björn grein fyrir umfjöllun kvennaguðfræðingsins Karenar Lebacqz um
siðfræði Helmuts Thielicke.
Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor fjallar um jólasálma séra Einars Sig-
urðssonar í Heydölum (1538-1626), sem einkennast af því að þeir eru endur-
sögn á guðspjöllunum án teljandi útleggingar. Jólakvæðin sem Einar Sigurðs-
son yrkir hafa hins vegar að geyma íhuganir til lærdóms, áminningar og hugg-
unar. Þar ber hæst vöggukvæðið „Kvæði af stallinum Kristí,“ sem hér er fjall-
að um. Það er 28 erindi en sjö þeirra voru tekin upp í sálmabókina 1945 vegna
þess að Sigvaldi S. Kaldalóns hafði skömmu áður samið prýðilegt lag við
kvæðið. í jólakvæðinu er hið dulúðuga inntak jólanna tjáð, en höfundur þess-
arar greinar leggur áherslu á að hér sé ekki einstaklingshyggja á ferðinni held-
ur félagsleg eða kirkjuleg dulúð. Loks er hér fjallað um sjötta jólakvæði
Vísnabókar Guðbrands Þorlákssonar eftir óþekktan höfund. Um það segir Ein-
ar Sigurbjörnsson meðal annars: „Tilbeiðsluarfurinn í sálmum og ljóðum og
ekki síst þessi lofgjörð hins óþekkta íslenska skálds frá upphafi 17. aldar sýn-
ir oss að trúin á sér fleiri víddir en þá sem fyrst og fremst skírskotar til ein-
staklinga og tekur líka til umhverfis mannsins í samfélagi manna og í hinu
náttúrulega samfélagi.“
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor fjallar um 90. sálm Saltarans, sem
íslenski þjóðsöngurinn er ortur út af. I greininni er einkum fjallað um nýjar
áherslur í túlkun Saltarans, annars vegar stöðu sálmanna innan Saltarans og
hins vegar áhrifasögu einstakra sálma. Sýnt er fram á hvernig það veitir nýja
innsýn í S1 90 að túlka hann í Ijósi S1 89. Þá komi í ljós hvert tilefni harms-
ins í sálminum er, þ.e. fall Jerúsalemborgar og babýlónska útlegðin. Þá fjall-
ar Gunnlaugur um íslenska þjóðsönginn og sálm þann sem sr. Valdimar Briem
orti út af 90. sálmi Saltarans og segir að slíkt „framhaldslíf" biblíutextanna
hafi biblíufræðingar löngum vanrækt. „í þessari grein minni hefur fyrst og
fremst vakað fyrir mér að benda á þessa vanræktu þætti og leitast við að sýna
fram á að þeir eigi erindi inn í ritskýringu sálmanna,“ skrifar Gunnlaugur.
Dr. Hjalti Hugason prófessor fjallar um „Trúarhefð á Norðurlöndum í ljósi
kirkjusögunnar“ og leitast þar við að benda á almennan veikleika félagsfræði-
legra trúarrannsókna. Gerir hann í því sambandi einkum að umtalsefni nýtt
norrænt rit Folkkyrkor och religiös pluralism - den nordiska modellen og ís-
lenska rannsókn prófessoranna Björns Björnssonar og Péturs Péturssonar á
trúarlífi Islendinga. Heldur Hjalti því fram að hinar félagsfræðilegu trúarrann-
sóknir, meðal annars eins og þær birtast í þessum ritum, hafi tilhneigingu til
að skoða aðstæður of einhliða í ljósi skammtímaþróunar og taki ekki nægi-
legt tillit til sögulegs samhengis.
Dr. Jón Ma. Asgeirsson prófessor nefnir grein sína „Díatessaron Tatíans
8