Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 14

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 14
Arnfríður Guðmundsdóttir Saga GuðríÖar Símonardóttur Guðríður Símonardóttir var fædd 1598 og lést árið 1682, 84 ára að aldri. Þá hafði hún misst öll börnin sem hún átti með sr. Hallgrími, en ekki er hægt að fullyrða um afdrif Sölmundar, elsta sonar hennar, sem hún átti með fyrri eig- inmanni sínum, Eyjólfi Sölmundssyni, og var með henni í útlegðinni.Hún lifði einnig tvo eiginmenn.2 Guðríður var 29 ára að aldri þegar óboðnir gestir úr fjarlægu landi ruddust á land í Vestmannaeyjum og höfðu á brott um 240 íbúa og fluttu með sér í ánauð, ásamt rúmlega eitt hundrað öðrum Islendingum ann- ars staðar af landinu.3 Með Guðríði var sonur hennar Sölmundur, þá barn að aldri, en þau voru bæði keypt af sama einstaklingnum þegar til Alsír kom. Heimildir um dvöl Guðríðar í Barbaríinu herma að hún hafi varðveist í trú sinni þau níu ár sem hún var í ánauð. Mikilvægasta heimildin um líf Guðríð- ar í útlegðinni er brot úr bréfi frá henni til Eyjólfs Sölmundssonar, eiginmanns hennar, sem varðveist hefur í bréfabók Gísla biskups Oddssonar og barst bisk- upi árið 1635. Um hagi sína og Sölmundar sonar síns segir Guðríður þetta í bréfi sínu: ... En það, sem er að tala um mína aumu æfi er hið fyrsta, að eg hjari, einkum fyrir guðs náð og sérlega velgerninga, verandi hér í Barbaríe, og í einum tyrk- neskum stað, sem heitir Arciel, hjá einum Tyrkja, er mig keypti með það fyrsta og mína barnkind, hvað að mig gerði bæði að hryggja og gleðja í mínum hörm- ungum, og undir þessu drottins maklega álagða hrísi og krossins þunga hrygðist eg og særist daglega að vita hann í þvílíkri neyð og háska, sem oss er upp á lagt vegna vorra synda, en eg gleðst í guði og í því nokkurn part ...4 2 Sigurður Nordal 1927, s. 129; Ari Gíslason 1989, s. xviii. 3 Sigurður Nordal, 1927, s. 116-118; Helgi Skúli Kjartansson 1974, s. 23. Reisubók séra Olafs Egilssonar er mjög merkileg samtímaheimild um Tyrkjaránið og örlög þeirra ís- lendinga sem fluttir voru til Alsír. Ekki minnist Ólafur á Guðríði í bók sinni. Líklegt er að það hafi m.a. verið vegna þeirrar athygli sem Ólafur „vakti á kjörum íslenskra þræla í Alsír að Kristján IV Danakonungur lét kaupa út 36 íslendinga árið 1636“ (Ari Gíslason 1989, s. XV). 4 Tyrkjaránið á íslandi 1627 1906-1909, s. 420-21. Þetta er endir bréfsins eins og það er varðveitt í bréfabók Gísla biskups Oddssonar. Það hafa verið uppi vangaveltur um trú- verðugleika bréfsins og þá hvort Guðríður hafi getað skrifað bréfið sjálf. Sigurður Nor- dal dregur það í efa þó að hann telji það hafa að geyma mikilvægar upplýsingar um hug- arfar hennar og hagi (Sigurður Nordal 1927, s. 125-126). Án þess að taka afgerandi af- stöðu telur Sigurbjörn Einarsson hins vegar vel koma til greina að Guðríður hafi skrifað bréfið sjálf, þar sem „Guðríður var enginn meðalmaður að atgervi og hefði vel getað kom- ið mönnum á óvart í því, eins og ýmsu öðru, að vera skrifandi" (Sigurbjörn Einarsson 1989, s. xxx). Eins og Sigurður er Sigurbjörn sannfærður um að efni bréfsins sé frá Guð- ríði sjálfri komið, hvort sem hún hafi skrifað það sjálf eða ekki (Sigurbjörn Einarsson 1989, s. xxxi). Þá má geta þess að Ari Gíslason leiðir í niðjatali sínu getum að því að 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.