Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 23
Kristur var eini vinur minn
Hvar er Guð þegar égfinn til?
Glíma Guðríðar er glíma einstaklings við þjáninguna. Oft er spurt: Hvar er
Guð þegar ég finn til? Andspænis þjáningunni hafa spurningar um tilvist og
eðli Guðs löngum verið áleitnar. Hvernig er hægt að tala um góðan Guð og
horfa um leið upp á þjáninguna og illskuna í heiminum? Er mögulegt að trúa
á Guð án þess að loka augunum fyrir staðreyndum lífsins? Til þess að forð-
ast hinar áleitnu spurningar um réttlæti Guðs er oft reynt að leita svara ann-
ars staðar. Líkt og vinir Jobs gerðu, er gjarnan leitað að ástæðum fyrir hinu
illa í lífi þess sem illskan sækir heim.47 En oft verður fátt um svör. Svör Guð-
ríðar Símonardóttur mótast af guðfræði þess tíma sem hún lifði.48 Af þeim
hluta bréfsins sem hún skrifaði eiginmanni sínum og varðveist hefur, fáum
við örlitla innsýn í hugarheim hennar. í bréfinu kemur fram að Guðríður lít-
ur á aðstæður sínar sem dóm Guðs. Hún talar um „Drottins maklega álagða
hrísi og krossins þunga“, sem kemur ekki í veg fyrir að hún finni einnig, það
sem hún kallar „huggan í krossinum".49 Þannig er Guð sá sem útdeilir refs-
ingunni en einnig huggarinn, sá sem gerir henni kleift að lifa af refsinguna.
Þessi guðsmynd hefur reynst mörgum erfið. Guðfræðingurinn Jakob Jónsson
gengur lengra en rithöfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir í gagnrýni sinni á
þennan hugsunarhátt. Styrkurinn í túlkun Steinunnar felst einmitt í því að láta
þessar sterku andstæður standa. Trúverðugleiki persónusköpunar hennar felst
í því að reyna ekki að leysa mótsögnina. Þrátt fyrir mótlætið stendur eftir ein-
læg trúarvissa Guðríðar og huggun krossins: „Trúin var mín helsta vörn. Krist-
ur var minn eini vinur.“50
„Aðeins Jesús einn þekkir raunir mínar“, segir í þekktum gospelsálmi.51
Womanistar, sem eru bandarískir kvenguðfræðingar af afrískum uppruna,
ítreka það mikilvæga hlutverk sem trúin á Jesú hefur haft í daglegu lífi blökku-
kvenna á liðnum öldum. Þannig hefur Jacquelyn Grant, ein af frumkvöðlun-
um í hópi womanista, lagt áherslu á hlutverk Jesú sem þjáningarbróður, eða
ur lærisveina sinna (Jh 13.4-9), en kallar einnig fram myndina af konunni sem smurði
fætur Jesú og laugaði þá með tárum sínum (Lk 7.37-38).
47 Sjá athyglisverða umfjöllun um samspil reynslu og guðfræði í Jobsbók: Simundson 2000.
48 Túlkun Steinunnar er í samhljóman við það sem kemur fram í Reisubók séra Olafs
Egilssonar, annars vegar um refsingu Guðs og hins vegar um huggun Guðs í þjáningunni
(sjá t.d. 25. og 27. kapitula í bók Ólafs).
49 Tyrkjaránið á íslandi 1627 1906-1909, s. 420.
50 Steinunn Jóhannesdóttir 1995, s. 47
51 Á frummálinu hljómar sálmurinn svona: „Nobody knows the trouble I see, nobody knows
but Jesus“ (Grant 1993, s. 67).
21
L