Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 25
Kristur var eini vinur minn
lega endurskoðun hennar.57 „Aðeins hinn þjáði Guð er fær um að hjálpa,“
skrifaði Dietrich Bonhoeffer þar sem hann dvaldi í fangabúðum Nasista.58 Til-
gangur Bonhoeffers var að ögra hinni ríkjandi Guðsmynd, deus ex machina,
hugmyndinni um hinn valdamikla Guð andspænis valdaleysi og þjáningu
Guðs á krossinum. Guðfræði krossins gengur út frá því að Guð opinberi sitt
sanna eðli í Kristi, þjáningu hans og krossi, en jafnframt muni hinn kristni
einstaklingur þekkja Guð í gegnum eigin þjáningu og kross.59 Þjáning Guð-
ríðar leiddi hana upp á krossinn og að krossi Krists. Þar fann hún Guð sem
stóð með henni og gaf henni styrk til að halda áfram.
Womanistar telja að reynsla svörtu kvennanna hafi frekar snúist um út-
hald en frelsun. í trúnni fundu þær styrk til þess að halda áfram þrátt fyrir
þjáninguna, frekar en frelsi frá henni.60 Þetta er í fullu samræmi við áherslu
Steinunnar Jóhannesdóttur á úthaldið í túlkun hennar á trúarbaráttu Guðríð-
ar Símonardóttur. Andspænis þjáningunni er gjarnan spurt um Guð, um fagn-
aðarerindið, um vonina. Það er spurt um boðskap krossins. Hvar er huggun
að finna? Hvað gerir fólki fært að halda áfram? „Kristur var minn eini vin-
ur“, segir Guðríður í leikriti Steinunnar, þegar hún lítur til baka. í gegnum
þjáningu og kross Krists öðlast þjáning hennar sjálfrar merkingu en jafnframt
fær hún kjark til að halda áfram, þrátt fyrir allt.
57 í þessu sambandi má nefna til samanburðar skáldsögu rithöfundarins Alice Walker um
purpuralitinn, The Color Purple, sem hefur haft mikil áhrif á guðfræðiumræðu svartra
kvenna í Bandaríkjunum á síðustu áratugum (Walker 1982, s. 199-204, 264-265).
58 Bonhoeffer 1972, s. 361.
59 Sjá umfjöllun um framsetningu Lúthers á guðfræði krossins og túlkun hennar á síðari hluta
tuttugustu aldarinnar: Arnfríður Guðmundsdóttir 1997, s. 37-46.
60 Delores Williams byggir kenningu sína um að reynsla svartra kvenna hafi einkennst af
úthaldi frekar en frelsun á samanburði á sögu svartra kvenna og Hagar, ambáttar Söru, í
1. Mósebók. Reynsla svörtu kvennanna hafi verið hliðstæð reynslu Hagar, en þær hafi
fundið hjá Guði styrk og kraft til þess að halda áfram, þrátt fyrir erfiðar aðstæður
(Guð hjálpaði þeim „to make a way out of no way“), frekar en frelsun frá aðstæðunum.
Williams skrifar: „... In black consciousness, God’s response of survival and quality of
life to Hagar is God’s response of survival and quality of life to African-American women
and mothers of slave descent struggling to sustain their families with God’s help“
(Williams 1993, s. 6).
23