Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 42
Einar Sigurbjörnsson
hvað það var fallegt, þá reyndi eg að hnoða við það og sendi þér hér með; vona
að ykkur þyki það sæmilegt.21
Lag Sigvalda var útgefið í janúar 1941 og hefur orðið mjög vinsælt. Lagið er
fallegt, á vel við kvæðið sjálft og hentar mjög vel til söngs, jafnt almenns söng
sem kórsöngs og einsöngs.
Áður en kvæðið birtist í Vikunni þar sem Sigvaldi Kaldalóns rakst á það,
höfðu nokkur erindi úr því verið prentuð í Sýnisbók íslenskra bókmennta sem
Sigurður Nordal gaf út (1. útgáfa 1924) og þar áður hafði Þorsteinn Gíslason
birt úr því nokkur erindi í blaði sínu Lögréttu 22. desember 1915, sömu er-
indi og birtust í Vikunni 19. desember 1940.22
Vöggukvæði Einars Sigurðssonar er e.t.v. hugsað til leiks kringum jötu
eins og sálmur Lúthers: „Af himnum ofan boðskap ber“ (Sálmabók nr. 85).
Á sama hátt og þar er hið dulúðuga eða mystiska atriði við jólin dregið fram
með skýrum hætti. Það sem jólin lýsa og greina frá er ekki aðeins liðinn at-
burður sem gerðist í fyrndinni, heldur líka eilífur atburður sem gerist í hvert
skipti sem manneskja lýtur í trú þeim sem fæddist á jólum.
Kvæðið hefst á sögulegum inngangi um fæðingu barnsins „sem best hef-
ur andarsárin grætt“ í Betlehem (2. erindi). Það voru hirðarnir á Betlehems-
völlum sem fyrstir heyrðu fagnaðartíðindin af fæðingu Guðs sonar. Þeir fóru
til Betlehem og fundu „bæði Guð og mann“ (4. erindi). Einar vill fylgja í fót-
spor þeirra og fara einnig að boði engilsins til Betlehem (6. erindi) og sam-
kvæmt táknmáli því sem Einar beitir er Betlehem kirkjan, kór kirkjunnar er
jatan og Jesús kemur sjálfur í orðinu:
í Betlehem vil eg nú víkja þá,
vænan svein í stalli sjá,
með báðum höndum honum að ná
hvar að eg kemst í færi.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.
Betlehem kallast kirkjan svinn,
kórinn held eg stallinn þinn,
því hef eg mig þangað, herra min,
svo heilræðin að þér læri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.
21 Dóttursonur Sigvalda Kaldalóns, Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, benti mér á tilurð
þessa bréfs hjá Evu, dóttur Ragnars Asgeirssonar. Eva veitti mér góðfúslega leyfi til að
birta bréfið og þakka ég henni það.
22 Ég þakka Ólafi Pálmasyni, bókaverði, fyrir þessar upplýsingar.
40