Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 46
Einar Sigurbjörnsson
un sé í þann veginn að streyma niður, sú er nema muni brott þá bölvun sem
leidd var yfir mannkynið með falli Adams og Evu (7. erindi). Þarna er skír-
skotað til Jesaja 45.8: „Drjúpið, þér himnar, að ofan, og láti skýin réttlæti nið-
ur streyma. Jörðin opnist og láti hjálpræði fram spretta og réttlæti blómgast
jafnframt“ sem frá fornu fari hefur verið einn af litúrgískum textum aðvent-
unnar. Höfundur tekur og mið af náttúrunni sem myrkrið grúfir yfir og er tákn
þess myrkurs sem leiðir af sekt mannkyns og synd. Þar hugsar hann út frá
skammdeginu íslenska sem færist í aukana eftir því sem líður á aðventuna,
en eftirvæntingin býr í sinni, því að sólin er við það að breyta göngu sinni í
kjölfar jóla. Sá gangur náttúrunnar er tákn upp á Krist sem er ljósið eilífa.
Jólin eru þannig í senn „náttúrunnar jól“ eins og Matthías orðaði það löngu
síðar í nýárssálmi sínum28 og tákn um endurnýjun alheimsins er megnar að
vekja von um eilíft sumar í hjörtum manna.
Þegar að sjálfum jólunum kemur (11.-22. erindi) leggur höfundur á líkan
hátt og Einar Sigurðsson áherslu á dulúðarmerkingu jólanna. Hann hvetur til
þess að vér tökum Jesúbarnið í faðm og biður Jesú hvíla í hjörtum vorum,
fæðast inn í hjarta sér. Eins og sr. Einar býður þetta skáld Jesúbarninu iðrun
sína og trú til að hvíla við. Undrið mikla er að himinn og jörð hafa samein-
ast í Jesú Kristi, Guð og maður orðnir eitt, og skáldið tjáir andstæðurnar sem
felast í því að sá sem allt vald hefur á himni og jörðu hvílir nú í hjarta þess:
Hann sem að ræður á himna stól
hegðar bæði tungli og sól
og stjörnum árla og síða.
Hauðri og sjó til heiðurs sér,
hvílir hann nú í brjósti mér,
lof sér þér, barnkind blíða. (19. erin. )29
Lokahending þessa erindis, „lof sér þér, barnkind blíða“ er eins konar viðlag
þessa hluta kvæðisins.
I framhaldinu (23.-46. erindi) beinir skáldið íhugun sinni að altækri vídd
jólanna. Sú endurnýjun sem í vændum er, er ekki aðeins endurnýjun í nátt-
úrunni, heldur endurnýjun allra hluta. „Náttúrunnar jól“ ein og sér benda fyrst
og fremst á hringrás náttúrunnar, þar sem vor tekur við af vetri til þess síðan
að hverfa aftur að hausti. En kristin jól vekja eilífa von þar eð þau hverfast
um ljósið eilífa, Jesú Krist. Kristin jól vitna þess vegna um að allt líf í al-
28 Sálmabók íslensku kirkjunnar 1972 nr. 104.
29 Sömu hugsun er að finna í sálmi Lúthers „Heiðra skulum vér Herrann Krist,“ Sálmabók
nr. 86, 3. erindi.
44
J