Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 84
Jón Ma. Ásgeirsson
íslenskri tungu, íslensku Hómelíubókina,4 eins og Andrea van Arkel-de
Leeuw van Weenen og Gilles Quispel hafa haldið fram?5
Inngangur
Ekki fer það fram hjá neinum sem les í gegnum guðspjöll Nýja testamentis-
ins að þar eru varðveittar frásagnir sem um margt eru skyldar og reyndar svo
líkar að sumu leyti að margur hefir spurt þeirrar sanngjörnu spurningar hvort
ekki hefði verið nægilegt að varðveita kjarnann í þessum frásögum í einum
texta, einu guðspjalli? Skyldleiki fyrstu þriggja guðspjallanna er frekar und-
irstrikaður í nafngiftinni samstofnaguðspjöll sem jafnframt gefur til kynna að
þau eru þá um leið álitin nokkurs konar heild andspænis Jóhannesarguð-
spjalli.
Þegar farið er ofan í saumana á guðspjöllum þessum og þá einkum þeim
þremur fyrstu hefir sérfræðingum tekist að einangra heimildir sem að baki
þeim öllum Iiggja en augljósustu dæmin er að finna í Matteusarguðspjalli og
Lákasarguðspjalli sem hvort um sig notast við Markúsarguðspjall sem heim-
ild og beinagrind að þeirra eigin frásögum af manninum unga frá Nasaret.
Markúsarguðspjall er einnig eina heimild Matteusar og Lúkasar sem varðveist
hefir fram á þennan dag sem sjálfstætt rit. Aðrar heimildir hinna síðarnefndu
má einangra hvort tveggja á grundvelli samanburðarannsókna og eins á
grundvelli stíleinkenna (redactional characteristics) hvors um sig. Öll bend-
ir notkun heimilda í samstofnaguðspjöllunum í þá átt að þessir nýju textar hafi
útrýmt eldri heimildum sem guðspjöllin notuðust við. Þannig má ætla að þar
sem Matteus var fyrst lesinn eða Lúkas hafi Markús ekki verið lesinn eða
kynntur fyrir áheyrendum þeirra hvors um sig né þær aðrar heimildir sem höf-
undar þessir notuðu.
Mótunarsaga (composition history) hinna kanonísku guðspjalla vitnar
þannig í sjálfu sér til ákveðinnar samræmingar eða samþættingar á hefðum
og heimildum sem höfundar þeirra vildu draga saman í eina frásögu. Heim-
ildir um Jesú svo sem kraftaverkasögur eða frásagnarkorn (cliriae) og
dæmisögur eða þá píslarsaga Jesú (túlkun á dauða hans) sem Markús guð-
spjallaskáld,6 svo notað sé orðalag íslensku Hómilíubókarinnar, steypir fyrst-
ur saman í samfellda frásögu (myth)7 hafa þannig ekki varðveist nema eins
4 Sjá Sigurbjörn Einarsson o.fl. ritstj., íslensk hómilíubók. Fornar stólrœður (Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1993).
5 „The Diatessaron in Iceland and Norway,“ VC 32 (1978): 214-215.
6 Titilinn er reyndar heimfærður upp á Matteus guðspjallamann en gefur væntanlega til
kynna hvernig hugsað var um höfunda guðspjallanna allra, Islensk hómilíubók, 81.
7 Sbr. Mack, Wlio Wrote the New Testament, 152.
82
J