Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 92
Jón Ma. Asgeirsson
latnesku þýðingar Híerónýmusar (342-420), frá lokum fornaldar. Enda þótt
Híerónýmus hafi einmitt ætlað verki sínu að leysa af hólmi eldri og oft ósam-
stæðar þýðingar latneskar úr grísku á Biblíunni þá héldu þær áfram að vera
notaðar og voru að sjáfsöguð notaðar í ritum kirkjufeðra fyrir tíma
Híerónýmusar.47 Jafnframt varð þess ekki lengi að bíða að texti Híerónýmus-
ar spilltist og varð þannig fljótlega til í ýmsum útgáfum fyrir daga Karls mikla
(742-814) eins og McNally bendir á. Fyrir tilstilli menntastefnu keisarans tók-
ust þeir Alkvín (735-804) hinn breski og Þeódúlfus (750-821) hinn spánski
(síðar biskup í Orléans) báðir á hendur að vinna að nýjum útgáfum af texta
Vulgötu sem birtust snemma á nítjándu öld. Hvorki varð þó viðleitni
Híerónýmusar né Alkvíns og Þeódúlfusar til þess að útrýma eldri útgáfum á
latneskum textum Biblíunnar eða eins og MacNally kemst að orði:
The work of Alcuin, however, did not introduce a standard text of the Vulgata
into Europe. ... Another recension, made in the ninth century, was that of Bishop
Theodulf of Orleans (d. 821). Contemporaneously with these two recent
recensions and the remnants of the Old Latin versions, there existed four differ-
ent forms of the text of the Vulgata latina: Italian (C. Amiatinus, ca. 700), Gall-
ican (C. Bigotianus, s. vii-ix), Irish (C. Armachanus, ca. 812), and Spanish (C.
Cavensis, s. ix). The early medieval biblical scholar, therefore, was acquainted
with the principal source of his study, the Bible, only through Latin translations,
which were imperfect and uncontrolled.48
Kirby fjallar einnig um vandann sem tengdur er texta Vulgötu og áhrifa hinna
eldri latnesku þýðinga á Biblíunni á miðöldum í Vestur-Evrópu. Hann bend-
ir í þessu sambandi einkum á áhrif kirkjufeðra sem nota hinar eldri latnesku
þýðingar (eins og Ágústínusar (354-430) og Gregoríusar mikla (540-604)) en
snemma má sjá hvernig jafnvel texti Alkvín er endurbættur á grundvelli hinna
fornu latnesku bilbíuþýðinga. Þessi þróun ásamt fleiri þáttum höfðu, að mati
Kirby, mótað ástand biblíutexta á tólftu öld. Hann segir:
... by the latter part of the 12th century, the period from which the earliest ext-
ant Norse religious manuscripts date, the situation with regard to textual purity
of the Bible had become comparable with what it had been in Alcuin’s time.
Further, the gradual collection of explanatory glosses on the Bible text led to the
appearance, probably early in the 12th century, of the Glossa Ordinaria; and the
standardisation of this as a reference work, together with, later, the works of Pet-
er Lombard and Peter Comestor, opened the way for matter from these and other
sources to find its way into the Bible texts 49
47 The Bible in the early Middle Ages (Westminster, MD. Newman, 1959), 19.
48 Ibid., 22-23.
49 Bible Translation, 4-5.
90