Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 105

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 105
Allegón'a um hlutdeild heiðinkristinna . . . þessa í ritum Gamla testamentisins. Hann þekkir ritningamar. Samkvæmt upp- hafsorðum og inngangi guðspjallsins veit hann, að Jesús er Kristur (Messí- as), sonur Davíðs, sonur Abrahams. Hann er einnig sonur Guðs, Mt. 16.16, tiltekinn maður eða mannssonurinn, til dæmis Mt. 9.9, 25.31. Hann er sköp- un anda Guðs, settur til að frelsa lýð Guðs frá syndum hans, Mt. 1.21. Hann hefur látið líf sitt sem fórn nýs sáttmála til fyrirgefningar syndanna, Mt. 26.28. Hann hefur boðað nálægð Guðs ríkis, Mt. 4.17, frétt um hann hefur borizt um allt Sýrland, Mt. 4.24. Hann hefur sent lærisveina sína ekki til heiðinna land- svæða eða til borga Samverja, heldur til týndra sauða Israels húss, Mt. 10.6, en heiðingjar, sem sýna trú eiga hlutdeild í hjálpræði hans og framtíðarvon ísraels, á sama tíma og synir ríkisins hafna honum, sbr. frásöguna um trú hundraðshöfðingjans, Mt. 8.5-13, og uppgjör Jesú við fræðimenn og farisea, Mt. 23.1-36 í niðurlagi guðspjallsins boðar hinn upprisni lærisveinum sínum að gera allar þjóðir að lærsveinum, Mt. 28.19. Hann veit iðulega, að ritning- ar Gamla testamentisins rætast í lífi og starfi Jesú, sbr. svo kallaðar íhugun- artilvitnanir hans. Hann er herra / drottinn.42 Sögumaður er alnálægur, en ósýnilegur á sviði frásögunnar hverju sinni, hvort heldur það er á fundi Herodesar konungs, presta og fræðimanna, Mt. 2, á fjalli, þar sem Jesús flytur lærisveinum og fólkinu ræðu sína, Mt. 5-7, í Get- semane, þar sem Jesú heyr bænabaráttu sína, Mt. 26.36, eða með lærisvein- unum, þegar þeir mæta Jesú upprisnum, Mt. 28.9 nn. Sögumaður textans í Mt. 15. 21-28 í frásögu þeirri, sem hér er tekin til sérstakrar umfjöllunar er sögumaður dul- inn eins og í guðspjallinu í heild og talar í 3. persónu. Nærveru sína í tjáskipt- unum við viðtakandann gefur hann aðeins óbeint til kynna í byrjun frásög- unnar, þar sem hann kynnir kanversku konuna til sögunnar með formlegri at- hyglistilvísun, „Og sjá...,“„Kal lSoú...“ Alvizka sögumanns birtist ekki hér í því að þekkja hugsanir eða tilfinn- ingar þeirra, sem frá er sagt. Hann veit ekki aðeins, að Jesús fer til héraða Týrusar og Sídonar, heldur einnig, að hann „víkur undan,“ „dregur sig í hlé.“ En hann veit, að vilji konunnar er samstundis uppfylltur, að dóttirin sem var fjarri vettvangi frásögunnar læknaðist. Sögumaður er ósýnilegur og alls staðar nálægur. Það birtist í því, að hann sér og heyrir það, sem Jesús, konan og lærisveinarnir gera og segja. Þessu miðl- ar hann til viðtakandans, en mikilvæg einkenni framsetningarinnar eru þau, að meginupplýsingar eru í orðaskiptum og að þau eru tilfærð í beinni ræðu 42 Sjá Moulton - Geden, KÚpLos-. 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.