Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 105
Allegón'a um hlutdeild heiðinkristinna . . .
þessa í ritum Gamla testamentisins. Hann þekkir ritningamar. Samkvæmt upp-
hafsorðum og inngangi guðspjallsins veit hann, að Jesús er Kristur (Messí-
as), sonur Davíðs, sonur Abrahams. Hann er einnig sonur Guðs, Mt. 16.16,
tiltekinn maður eða mannssonurinn, til dæmis Mt. 9.9, 25.31. Hann er sköp-
un anda Guðs, settur til að frelsa lýð Guðs frá syndum hans, Mt. 1.21. Hann
hefur látið líf sitt sem fórn nýs sáttmála til fyrirgefningar syndanna, Mt. 26.28.
Hann hefur boðað nálægð Guðs ríkis, Mt. 4.17, frétt um hann hefur borizt um
allt Sýrland, Mt. 4.24. Hann hefur sent lærisveina sína ekki til heiðinna land-
svæða eða til borga Samverja, heldur til týndra sauða Israels húss, Mt. 10.6,
en heiðingjar, sem sýna trú eiga hlutdeild í hjálpræði hans og framtíðarvon
ísraels, á sama tíma og synir ríkisins hafna honum, sbr. frásöguna um trú
hundraðshöfðingjans, Mt. 8.5-13, og uppgjör Jesú við fræðimenn og farisea,
Mt. 23.1-36 í niðurlagi guðspjallsins boðar hinn upprisni lærisveinum sínum
að gera allar þjóðir að lærsveinum, Mt. 28.19. Hann veit iðulega, að ritning-
ar Gamla testamentisins rætast í lífi og starfi Jesú, sbr. svo kallaðar íhugun-
artilvitnanir hans. Hann er herra / drottinn.42
Sögumaður er alnálægur, en ósýnilegur á sviði frásögunnar hverju sinni,
hvort heldur það er á fundi Herodesar konungs, presta og fræðimanna, Mt. 2,
á fjalli, þar sem Jesús flytur lærisveinum og fólkinu ræðu sína, Mt. 5-7, í Get-
semane, þar sem Jesú heyr bænabaráttu sína, Mt. 26.36, eða með lærisvein-
unum, þegar þeir mæta Jesú upprisnum, Mt. 28.9 nn.
Sögumaður textans í Mt. 15. 21-28
í frásögu þeirri, sem hér er tekin til sérstakrar umfjöllunar er sögumaður dul-
inn eins og í guðspjallinu í heild og talar í 3. persónu. Nærveru sína í tjáskipt-
unum við viðtakandann gefur hann aðeins óbeint til kynna í byrjun frásög-
unnar, þar sem hann kynnir kanversku konuna til sögunnar með formlegri at-
hyglistilvísun, „Og sjá...,“„Kal lSoú...“
Alvizka sögumanns birtist ekki hér í því að þekkja hugsanir eða tilfinn-
ingar þeirra, sem frá er sagt. Hann veit ekki aðeins, að Jesús fer til héraða
Týrusar og Sídonar, heldur einnig, að hann „víkur undan,“ „dregur sig í hlé.“
En hann veit, að vilji konunnar er samstundis uppfylltur, að dóttirin sem var
fjarri vettvangi frásögunnar læknaðist.
Sögumaður er ósýnilegur og alls staðar nálægur. Það birtist í því, að hann
sér og heyrir það, sem Jesús, konan og lærisveinarnir gera og segja. Þessu miðl-
ar hann til viðtakandans, en mikilvæg einkenni framsetningarinnar eru þau,
að meginupplýsingar eru í orðaskiptum og að þau eru tilfærð í beinni ræðu
42 Sjá Moulton - Geden, KÚpLos-.
103