Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 106

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 106
Kristján Búason þannig, að viðtakandinn sér og heyrir með honum, þegar hann les eða heyr- ir frásöguna. Þannig stjórnar hann nálægð hans. Með þessu móti sýnir hann viðtakandanum trúnað og vinnur traust hans. Áhugi sögumanns beinist einkum að kanversku konunni og hvernig henni reiðir af í viðskiptum við Jesúm. Þetta sést af því, að sögumaður sýnir frum- kvæði hennar, dregur ítrekað fram bón hennar um miskunn, um hjálp sér til handa vegna dóttur, sem er þungt haldin illum anda, og svari hennar, þar sem hún sýnir trú og trúarskilning, sem leiðir til þess, að hún fær viðurkenningu Jesú á trú sinni og uppfyllingu vilja síns. Af þessu verður dregin sú ályktun, að samúð sögumanns sé með konunni, að hann metur mikils ítrekaða beiðni konunnar í umhyggju hennar fyrir dótturinni og trú hennar á Jesúm, og að hann vill gera viðtakanda að þátttakanda með sér í afstöðu sinni. En hér er meira á ferðinni heldur en almenn sarnúð og aðdáun á móður- legri umhyggju konu fyrir barni sínu. Konan er ekki Ísraelíti, heldur einkennd táknrænt sem Kanverji,43 það er að segja af heiðnum uppruna af landsvæði Týrusar og Sídonar, hefðbundnum heiðnum borgum.44 Sem slfk stendur kon- an sem andstæða þeirra, sem eru af ísrael. Erindi hennar er að fá Jesúm til að sinna beiðni sinni að leysa þjakaða dóttur undan valdi illra anda 45 Sögumað- ur gengur út frá myndugleika og valdi Jesú til að hjálpa. Viðbrögð Jesú í nið- urlagi frásögunnar hafa þýðingu ekki aðeins fyrir konuna og dóttur hennar, heldur fyrir afstöðu sögumanns. Afstaða sögumanns fellur að jákvæðri afstöðu Jesú til konu af heiðnum uppruna og að hjálp hans í niðurlagi frásögunnar. Þannig er sjónarhorn sögumanns lífsskoðanalegs eðlis. Sögumaður gerir ráð fyrir að viðtakandinn fallist á sjónarhorn hans. 43 Schwarz 628; Schmid 240 bendir á, að hér sé notað fornt biblíumál; Luz 432 aths. 27, skrifar, að Kanaan merki á hellenistískum tíma strandsvæði Sýrlands, Jes. 23.11 n. sýni, að Fönikía tilheyrði Kanaan. Harrisville 280 n. telur hér um trúarlegt hugtak að ræða, sem undirstriki andstæður milli ísraels og heiðingja, sjá einnig Dermience 27 n. og 30. 44 Schmid 240 bendir á, að í Gt. séu Týrus og Sídon iðulega nefndar saman, Jes. 23.1 nn., Jer. 25.22; 27.3; 47.4; Judit. 2.28; 1. Makk. 5.15; Luz 432, aths. 25, bendir á, að þessar borgir standi fyrir heiðnar borgir, og 433 vekur hann athygli á, að Mt. hafi ekki verið að hugsa um hið biblíulega heilaga land, sem náði yfir suðurhluta landsvæða þessara borga. 45 Downing 135 telur andsetningu vera fyrst og fremst palestínsk-gyðinglega hugmynd, enda þótt dæmi sé að finna um illa anda, sem ógni fólki, til dæmis hjá Plutarchos, De defectu oraculum 417 C, þar sem talað er um að menn fórni til að friða illa guði, og De Iside et Osiride 369 E og F og 370, þar sem greint er frá Oromazes og Areimanios, tveimur and- stæðum, góðum guði og illum demoni, hundar, fuglar og broddgeltir tilheyri hinum góða, en vatnarottan demoninum, menn taki til dæmis þátt í baráttunni með því að drepa hin illu dýr. 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.