Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 106
Kristján Búason
þannig, að viðtakandinn sér og heyrir með honum, þegar hann les eða heyr-
ir frásöguna. Þannig stjórnar hann nálægð hans. Með þessu móti sýnir hann
viðtakandanum trúnað og vinnur traust hans.
Áhugi sögumanns beinist einkum að kanversku konunni og hvernig henni
reiðir af í viðskiptum við Jesúm. Þetta sést af því, að sögumaður sýnir frum-
kvæði hennar, dregur ítrekað fram bón hennar um miskunn, um hjálp sér til
handa vegna dóttur, sem er þungt haldin illum anda, og svari hennar, þar sem
hún sýnir trú og trúarskilning, sem leiðir til þess, að hún fær viðurkenningu
Jesú á trú sinni og uppfyllingu vilja síns. Af þessu verður dregin sú ályktun,
að samúð sögumanns sé með konunni, að hann metur mikils ítrekaða beiðni
konunnar í umhyggju hennar fyrir dótturinni og trú hennar á Jesúm, og að
hann vill gera viðtakanda að þátttakanda með sér í afstöðu sinni.
En hér er meira á ferðinni heldur en almenn sarnúð og aðdáun á móður-
legri umhyggju konu fyrir barni sínu. Konan er ekki Ísraelíti, heldur einkennd
táknrænt sem Kanverji,43 það er að segja af heiðnum uppruna af landsvæði
Týrusar og Sídonar, hefðbundnum heiðnum borgum.44 Sem slfk stendur kon-
an sem andstæða þeirra, sem eru af ísrael. Erindi hennar er að fá Jesúm til að
sinna beiðni sinni að leysa þjakaða dóttur undan valdi illra anda 45 Sögumað-
ur gengur út frá myndugleika og valdi Jesú til að hjálpa. Viðbrögð Jesú í nið-
urlagi frásögunnar hafa þýðingu ekki aðeins fyrir konuna og dóttur hennar,
heldur fyrir afstöðu sögumanns. Afstaða sögumanns fellur að jákvæðri afstöðu
Jesú til konu af heiðnum uppruna og að hjálp hans í niðurlagi frásögunnar.
Þannig er sjónarhorn sögumanns lífsskoðanalegs eðlis.
Sögumaður gerir ráð fyrir að viðtakandinn fallist á sjónarhorn hans.
43 Schwarz 628; Schmid 240 bendir á, að hér sé notað fornt biblíumál; Luz 432 aths. 27,
skrifar, að Kanaan merki á hellenistískum tíma strandsvæði Sýrlands, Jes. 23.11 n. sýni,
að Fönikía tilheyrði Kanaan. Harrisville 280 n. telur hér um trúarlegt hugtak að ræða,
sem undirstriki andstæður milli ísraels og heiðingja, sjá einnig Dermience 27 n. og 30.
44 Schmid 240 bendir á, að í Gt. séu Týrus og Sídon iðulega nefndar saman, Jes. 23.1 nn.,
Jer. 25.22; 27.3; 47.4; Judit. 2.28; 1. Makk. 5.15; Luz 432, aths. 25, bendir á, að þessar
borgir standi fyrir heiðnar borgir, og 433 vekur hann athygli á, að Mt. hafi ekki verið að
hugsa um hið biblíulega heilaga land, sem náði yfir suðurhluta landsvæða þessara borga.
45 Downing 135 telur andsetningu vera fyrst og fremst palestínsk-gyðinglega hugmynd, enda
þótt dæmi sé að finna um illa anda, sem ógni fólki, til dæmis hjá Plutarchos, De defectu
oraculum 417 C, þar sem talað er um að menn fórni til að friða illa guði, og De Iside et
Osiride 369 E og F og 370, þar sem greint er frá Oromazes og Areimanios, tveimur and-
stæðum, góðum guði og illum demoni, hundar, fuglar og broddgeltir tilheyri hinum góða,
en vatnarottan demoninum, menn taki til dæmis þátt í baráttunni með því að drepa hin
illu dýr.
104