Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 110
Kristján Búason
í fyrra svari Jesú við hjálparbeiðni konunnar er að finna orðfæri, sem er
nánast spakmæli,59 en þau eru notuð sem myndorð,60 þar sem hann segir:
„Ekki er gott að taka brauð barnanna og kasta því fyri hundana." Orðið, sem
notað er í gríska textanum, Kuvápiov, er notað um heimilishunda, sennilega
vegna samhengisins smækkandi og um leið niðrandi merkingu.61 í myndinni
eru settar upp andstæður, annars vegar eru börnin, sem eru mikilsmetinn hluti
fjölskyldunnar, sem á hlut í brauði hennar, arfi og framtíð, og hins vegar heim-
ilishundarnir, sem eru lægst settir í húshaldinu, og verða ekki metnir til jafns
við börnin, þannig að það sé við hæfi, að þeir séu nærðir á kostnað barnanna.62
Hundar eru í guðspjallinu taldir vanhelgir, samanber orðin „Gefið ekki hund-
um það, sem heilagt er...,“ ,,Mf) SÖTe tö ayioy toIs- KÚaiy.“ Mt. 7.6.63
Málefnið er samkvæmt samhenginu, sem er orð Jesú um sendingu sína, hjálp-
59 Meier 399 telur hér um „mashal" að ræða, en skilgreinir flokkunina ekki nánar. Hebr-
eska orðið lvm hefur samkvæmt Gesenius víðtæka merkingu eins og „spakmæli,"
„regla,“ „gáta,“ „líking."
60 Sjá skilgreiningu Bultmanns 181, þar sem segir, að „myndorð“ sé notað um mynd og mál-
efni án samanburðarorðs eða aðeins mynd, sem er notuð sem orðatiltæki.
61 Bauer, Kuváptov, „Dim. v. kúwv. ... d. Stuben- od. Schosshund im Ggs. z. Strassen- und
Hofhund...doch auch ohne Gefiihl f. d. Verkleinerung gebr. ... d. Hundchen, d. Hund...“
Michel 1103 telur orðið notað um smáhund á heimili. Smækkunarformið fyrir kúwv var
í klassískri grísku kuvíSiov, sem Phrynicus 157 telur réttara, samkv. Liddel-Scott,
Kuvdptov, og Prokomý 324, sem vísar til N. T. K. Elliott (útg.), The Language and Style
of the Gospel of Mark. Leiden e.a.: E. J. Brill, 1993. Bls. 1-146, einkum bls. 124. Sjá
ennfremur Luz 435. Burkill 170 n. dregur í efa, að hér sé gerður greinarmunur á
Kuvápiov, heimilishundur, og kúwv, hundur, sjá einnig Harrisville 283. Legasse 34 n. tel-
ur smækkunarformið hafa iðulega misst merkingu sína í hellenistískri grísku og vísar til
N. T. K. Elliott, Nouns with diminutive Endings in the New Testament. Novum Testa-
mentum 12 (1970). Bls. 391-398. Blass-Debrunner § 111.3 ræðir orðið Kuváptov undir
„deminutiva" , þar á meðal dýranöfn sem mildandi, „Ethos von Hypokoristika." Prokorný
324 telur hé um „euphemism“ að ræða um hunda, sem hefðu verið álitin flekkuð dýr, sbr.
2. Mós. 22.31. Samhengið bendir þó til smækkandi og niðrandi merkingar, sbr. Derrett
169, aths. 4, sem telur Kuvápiov ekki vera notað hér mildandi eins og flestir ritskýrend-
ur álíti, heldur smækkandi og um leið niðrandi.
62 Zahn 525 telur, að hundarnir eigi ekki sama tilkall til gæða hússins og bömin. Luz 436
telur, að hér hjá Mt. sé átt við, að hundarnir fái ekki sömu fæðu og börnin. Hann vísar
þar til Aristóteles, De generatione animalium 2,6 = 744b, sem talar um, að í skipan til-
verunnar sé bezta fæðan gefin frjálsu dýrunum, en hin versta húsdýrunum. Luz telur að
það sé í samræmi við v. 24, sem árétti sögulega sendingu Jesú, en Gyðingar hafi hafnað
hjálpræðinu, og hinn upprisni hafi gert nýja náðarráðstöfun, frásagan sé „tákn“ um þessa
ráðstöfun, komandi náð.
63 í Gt. er samlíking við hunda notað um lágt mat, óverðskuldun, lægstu stöðu, samanber
1. Sam. 17.42, 2. Kon. 8.13. Derrett 169, aths. 4, undirstrikar niðrandi smækkunarform.
Um samlíkingu við hunda í Gt. sjá Botterweck 155-166, einkum 162-166, Saulnier 266,
Michel 1100-1104, Lindeskog 906 n. Thomas 414 nn. og 427, telur notkunina flókna í
Gt., þar sem hið lágt setta dýr, sem var fyrirlitið og almennt talið vesalt, var í trúarlegu
108