Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 113
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . .
undir áhrifum frá hliðstæðu,74 tegund túlkunar Gt., eins konar „midrash.* 1'75
Af undanfarandi greiningu frásögunnar má draga ákveðna ályktun um
sögumann.
Sögumaður sýnir í framsetningu sinni fræðilega aðkomu, þar sem tekin
eru til umfjöllunar hjálpræðissöguleg grundvallaratriði. Hann er kunnugur al-
legórískri tækni og jafnvel „fræðilegri“ notkun texta Gt.
Sjá má „inclusio" í orðunum yuufi (kona) - 0uyáTr|p (dóttir) í vv. 22 og
27.76
Nokkuð er um stíllegar endurtekningar í frásögunni, sem binda hana sam-
an eins og orð um endurtekin hróp konunnar: eKpa£e (þt.)77 - Kpd£ei (nt.) í
vv. 22 og 23, ávarpið KÚpie í vv. 22. 26 og 27. Þá er orðið um hunda endur-
tekið: KuuapLOiS' - KuuápLa í vv. 26 og 27. Hér eru andstæður undirstrikaðar
milli barna og hunda, húsbænda og hunda, sem jafnframt tengjast andstæð-
um milli barna, sem eru ísraels húss og þeirra, sem eru það ekki, þar með tald-
ir eru Kanverjar.
Efnisleg endurtekning birtist í hjálparbeiðni konunnar í vv. 22. og 25, svo
og óbeinni áréttingu í v. 27.
Endurtekning greinisins sem ábendingarfornafns ásamt tengiorði innleið-
ir og einkennir kynningu orðaskipta: ó 8é, v. 23; ó Sé, v. 24; f) Sé, v. 25; ó
8e, v. 26; p 8e, v. 27.78
Til stíllegra þátta ber að telja notkun lýsingarháttar (participium coniunct-
um) ásamt sögn í persónuhætti í kynningu beinnar ræðu:
eKpaCev ... Xéyouaa, v. 22.
TjpcÚTOUU ... XéyouTe?, v. 23
irpoaeKÚveL ... Xéyouaa, v. 25
74 Patte 222 sér hér sýnt fram á gildi veraldlegrar vizku.
75 Sjá Derrett 163, sem á bls. 173, aths. 6, gerir ráð fyrir þekkingu frumkristninnar á Gamla
testamentinu. Hann skilgreinir „midrash" á bls. 163 þannig: „By Midrash I mean, in this
context, the interaction of Old Testament text and first-century event, so that the former
seems to be illustrated or revivified by the latter: the duty of the evangelist is not mer-
ely to tell a tale, but also to develop its contextuality with the Hebrew bible. To him Jesus’s
life was a representation of familiar Old Testament narratives.” Derrett sér út frá hlið-
stæðum texta Mk. einnig tengsl við frásöguna af Elía í heimsókn hjá ekkjunni í Sarepta,
1. Kon. 17.7-24. Woschitz 326 bendir jafnframt á, að þar sé einnig um að ræða frásögu
um uppvakningu frá dauðum.
76 Luz 430.
77 Þt. felur í sér, að eitthvað hafi hafizt og haldið áfram, svo Gundry 313, Luz 433, aths.
36.
78 Hagner 440 kýs að kalla þennan hluta textans, vv. 23 - 27, dialog, samtal, en það á strangt
tekið ekki við, nema síðustu orðaskiptin, sjá nánar greiningu forms innihaldsins.
111