Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 114
Kristján Búason
áTTOKpiGe'is- ... eliTey, v. 24
aTTOKpiSels- ... etTTev, v. 26
áTTOKpL0el? ... elTTev, v. 28.
Orðin áTTOKpiBeiS' ... etTTev, hann svaraði og sagði, eru aðeins notuð til
þess að kynna orð Jesú og geta falið í sér sérstaka undirstrikun sögumanns.
Mikil áhrif frá orðfæri guðspjallamannsins má finna í þessari frásögu.79
Af framangreindum stílþáttum má draga þá ályktun, að sögumaður hafi
ríka tilfinningu fyrir formþáttum í framsetningu, þar á meðal ýmsum þáttum
ræðulistar síns tíma.
Greining forms innihalds frásögunnar
Tími og rúm
Tími söguefnisins er tími atburða frásögunnar, ferðar Jesú frá Gennesaret til
héraða Týrusar og Sídonar og fundar Jesú og konunnar. Þessi tími er miklu
lengri heldur en tími framsetningar frásögunnar og það gefur til kynna, að
aðeins valdir þættir séu teknir með í frásöguna. Tíminn verður enn lengri, ef
tekið er tillit til hinnar óbeinu tilvísunar til fyrirheita Gt. og uppfyllingu þeirra
á hinum síðustu tímum í lífi Jesú og hins kristna safnaðar. Meiri hluti frásög-
unnar greinir frá orðaskiptum Jesú annars vegar og lærisveinanna og konunn-
ar hins vegar. í þeim þætti frásögunnar verður lítill munur tíma atburða og
tíma framsetningar.
Sögurýmið er héruð Týrusar og Sídonar, þaðan sem kanverska konan kem-
ur. Þessi staðsetning er mjög almenn. Þegar tekið er tillit til starfs Jesú á jarð-
vistardögum hans í Palestínu, uppruna konunnar og efnis sögunnar, þá er hér
um landssvæði að ræða, sem er byggt öðrum en Israelsmönnum, það er heið-
ingjum. Sé tekið tillit til hlutverks frásögunnar í samhengi kristins safnaðar,
er staðsetningin sennilega mjög svipuð, það er að segja, þar sem kristið fólk
af kanverskum uppruna bjó.80
79 Sjá Allen 169, Schmid 204, Fornberg 301, Dermience 26-44, sem gerir ýtarlegan sam-
anburð við orðfæri hliðstæðunnar í Mk. Sjá einnig Russell 263-300, sem vill kanna gagn-
rýnið þá skoðun, að Mt. noti hér Mk. (282). Luz 430, eink. aths. 5, telur Mt. hafa end-
urritað frásögu Mk. undir áhrifum frá Mt. 10.5. Roloff 160, aths. 199, telur orð Jesú í
Mt. 15.28, sem hann kallar „Entlassungsformel“ og telur setja efni frásögunnar á odd-
inn, ekki vera orðfæri Mt., heldur sennilega úr hefðinni, samkvæmt samanburði við Mk.,
ekki bætt inn í Mt. nema í 8.13 og 9.29.
80 Russell 275 telur bæði nöfnin gefa til kynna ekki-gyðinglegt svæði, sem eigi við frásög-
una. Bonnard 231 vekur athygli á, að þetta svæði sé, þar sem hann staðsetji söfnuð Mt.
á 9. áratug 1. aldar.
112