Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 117
Allegón'a um hlutdeild heiðinkristinna . . .
unnar. Þeir hafa engin bein tengsl við konuna, en óbein í því, að þeir óska
eftir, að Jesús taki af öll tvímæli og vísi konunni burt. Hér má eygja minni-
háttar flækju, sem felst í bón lærisveinanna.84
b. (v. 24) Kjarnastaðhæfing kynnir orð Jesú, sem gefa skýringu á sinnu-
leysi hans, að hann sé ekki sendur nema til týndra sauða ísraels húss.85 Þessi
orð standa sem grundvallarorð (þýzk. Prinzip)86 um sendingu Jesú. Þau eru
afmarkandi í sjálfu sér og verka neikvæð í þessu sambandi.87 Þessi orð gefa
til kynna aðra ástæðu fyrir þögn Jesú heldur en neikvæða túlkun lærisvein-
anna, þau árétta þögnina.88 Þessi orð tengjast spurningunni um hlutdeild heið-
ingjanna. Orsakatengsl eru þannig aðeins óbein eða formleg við bón lærisvein-
anna. Lærisveinarnir hafa engin áhrif á atburðarásina, þar sem Jesús verður
ekki við bón þeirra.89 Eftir stendur samsetta flækjan óleyst.
IV. a. 1. (v. 26) Kjarnastaðhæfing segir frá því, að konan nær fundi Jesú,
lýtur Jesú sem drottni90 um leið og hún ávarpar hann. Þar er gefin til kynna
ítrekuð beiðni hennar um hljálp sér til handa. Með þessari staðhæfingu
markast upphaf orðaskipta Jesú og konunnar. Staðhæfingin felur í sér endur-
tekningu fyrri beiðni hennar og undirstrikar, að hún sé enn á upphafsreit.91
Samsetta flækjan í upphafi frásögunnar er ítrekuð.
a. 2. (v. 26) Kjarnastaðhæfing markar orð Jesú til konunnar, sem felst í
84 Loisy 974 sér hér lærisveinana gegna hliðsæðu hlutverki og fólkið, sem hastar á blindu
mennina í Jeríkó í Mt. 20.31.
85 Lohmeyer-Schmauch 253 telur þessi orð svara bænarorðum konunnar. Sjá einnig Held
187. aths.l.
86 Luz 434
87 Roloff 1973, 161, aths. 201, telur sögulegt minni (þýzk. „historische Motiv“) innfært hér,
sem gefi til kynna og skýri aðgreiningu starfs Jesú á jarðvistardögum hans frá tíma kirkj-
unnar, geri þannig skiljanlega óhjákvæmilega mótsögn milli afstöðu Jesú og atferli kirkj-
unnar eftir páska. Undir þetta tekur Woschitz 324. Luz 434 n. telur þessi grundvallarorð
sýna höfnun heiðingjanna, sem í sérstöku tilfelli sé tjáð í 8.7, og að trúboðsskipunin í
Mt. 28.18-20 feli í sér grundvallarumskipti guðlegrar áætlunar, að söfnuður Mt. skoði
þessi orð „sögulega," með tilvísun til Strecker 109. Það fer ekki milli mála, að orðin eru
um sendingu Jesú, sem er takmörkuð við Israel, og því er ekki andmælt í frásögunni, en
þar er takmörkun sendingar Jesú forsenda hlutdeildar heiðingjans. Sjá nánar síðar.
88 Lohmeyer-Schmauch 253 telur, að orð Jesú svari hrópi konunnar. Schmid 240 segir orð-
in sett hér til að skýra hegðun konunnar með tilvísun til sendingar Jesú. Öðruvísi túlkar
Gundry 312 n., sem telur Jesúm hér svara lærisveinum sínum, konan sé ekki komin til
Jesú. Luz 430 og 434 sér hér grundvallandi rök fyrir tillögu lærisveinanna, gefi þeim
hjálpræðissögulegan „virðuleika."
89 Patte 221 sér hér andstæðu milli lærisveinanna og Jesú.
90 Sjá meðal annarra Held 217.
91 Loisy 974 vekur athygli á, að jafnvel í þriðja sinn í v. 27 sé konan í sömu sporum og í
upphafi.
115