Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 139
Krákustígur eða kláfferja
með tímanum. Viðgerð er nýsmíði. Skólavarðan sem var kemur aldrei aftur.
Skólavarðan viðgerð er eyðilegging frumsmíðinnar. Skólavarðan stendur nú
samt þarna núna uppbyggð undir eftirliti Þjóðminjavörslunnar og er hin prýði-
legasta smíð og jafn prýðilegur vitnisburður um hagleik fyrri tíðar. Konung-
urinn er dauður. Lengi lifi konungurinn!
Kirkjusókn er ekki mælikvarði á vægi kristninnar í samfélaginu. Þetta er
fullyrðing sem oft heyrist innan kirkjunnar. Fullyrðingin er góð tilraun til að
réttlæta fækkun þeirra sem reglulega sækja kirkju. En þar með fækkar líka
þeim sem vilja taka opinbera afstöðu með kirkjunni í hópi þeirra sem eru sama
sinnis en ekki vandabundnir með öðrum hætti og nánari. Sá söfnuður sem
safnast saman til skírnarguðsþjónustu getur verið mun stærri en sá sem mæt-
ir til almennrar guðsþjónustu alls safnaðarins og er þó eingöngu fjölskylda
skírnarbarnsins.
Trúin er málefni fjölskyldunnar, trúin er einkamál. Ef hún er það þá nýt-
ur hún réttar friðhelgi einkalífsins og getur á grundvelli þess hafnað afskipt-
um utanfrá, ekki bara sóknarprestsins heldur meira að segja bestu guðfræð-
inga.
Er þetta ásættanlegt sjónarmið?
Töluleg fækkun þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni er óveruleg. Við erum
enn að tala um 90 %. Og þó að það sé ekki rétt sem haldið var fram í grein
í Morgunblaðinu nýlega að það væri vegna þess að Hagstofan færði öll ný-
fædd börn sjálfkrafa inni Þjóðkirkjuna nema fyrir lægi bón um annað, þá er
sá sannleikur að barn skuli sjálfkrafa fært til trúfélags rnóður ekki endilega
hvati til að hugleiða hvers vegna viðkomandi telst til ákveðinnar kirkju.
Við vitum ekki hver ítök trúin á í lífi þjóðkirkjufólks á íslandi. Við vit-
um ekki heldur hverju er trúað. Sá mikla og góða könnun sem þeir gerðu pró-
fessorarnir Björn Björnsson og Pétur Pétursson á sínum tíma4 gaf okkur mikl-
ar upplýsingar, en þær eru að verða gamlar. Heimurinn eldist fljótt.
Hitt er reyndar miklu verra að mínu viti, að kirkjan bar ekki gæfu til að
nýta sér þær niðurstöður sem þarna fengust til endurskipulagningar starfa
sinna. Það má þá í framhaldi spyrja : Ætlum við ekki heldur að nýta okkur
niðurstöður þær sem Gunnar J. Gunnarsson fékk úr sinni könnun sem hann
gerði nýlega í Kennaraháskólanum?5
4 Björn Björnsson og Pétur Pétursson, Trúarlíf íslendinga. Studia theologia islandica, 3.
Ritröð Guðfrœðistofnunar. (Háskóli íslands) Reykjavík 1990. Sjá ennfremur: Pétur Pét-
ursson: Hann varðveiti þig. Könnun á fermingarstörfunum og viðliorfum fermingarfrœð-
ara, Reykjavík 1988.
5 Börn og trú. Rannsókn á trúarviðhorfi, trúariðkun og trúarskilningi grunnskólabarna.
Gunnar fjallar um niðurstöður sínar í: Gunnar J. Gunnarsson, „Eru stelpur trúaðari en
137