Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 144
Kristján Valur Ingólfsson
nema þess vegna er ástæða til að hugsa fyrir nýju íslensku heiti á greininni
til framtíðar. Hún er ekkert á undanhaldi.
Þegar hlutfall kirkjunnar í almennu lífi borgaranna verður minna, verður
þörfin fyrir hana ekki að sama skapi rninni, heldur meiri.
Professor Slenczka sem fyrr var á minnst segir sem svo í bók sinni sem
nefnd var: „Kristin guðfræði er sem sagt ekki almenn ræða um Guð. Miklu
fremur er hún bundin heilagri ritningu sem Orði Guðs. Hún vex af því að Guð
talar í orði sínu og hún er ástunduð í hlýðni trúarinnar í fullvissu um að Guð
verkar á trúna með Orði sínu ... hún verður til í eftirfylgd sem varðar mann-
eskjuna í heild í samfélaginu við Drottin sinn“.14
Það hefur svifið um ganginn kringum fimmtu stofu15 og uppá kapelluloft
og jafnvel víðar knippi af tilvistarspurningum, sem jafnvel ieiða til þess að
einstaka stúdent að minnsta kosti er að bollaleggja hvort ekki endi með því
að guðfræðideildin verði skor í heimspekideild og ákveðnar greinar hennar
fari til annarra deilda, vegna þess að guðfræðin sé ekki talin alvöru fræði.
Samt hafa margir lesið aldeilis ágæta grein rektors sem fyrr var vitnað til og
margir heyrðu í fyrirlestrarformi, og svarar þessu prýðilega og huggar jafn-
vel áhyggjufulla stúdenta.
Þetta viðhorf sem óttanum veldur er auðvitað ekki nýtt. Hér er upplýs-
ingin afturgengin á ferð.
A tíma upplýsingarinnar var sú skoðun ríkjandi að praktísk guðfræði
merkti kenningu um dugnað prestsins og tilfinningu hans fyrir hinu hagnýta.
Það var ekki akademískt fag heldur eingöngu praxis kirkjunnar.
Ennfremur dró upplýsingin í efa að þær greinar sem kæmu saman undir
merkjum guðfræðinnnar ættu saman, og að hún væri sjálfstætt fag. Sömuleið-
is dró hún í efa vísindalegt gildi guðfræðinnar. Þar sem ,,ratio“ var sett á odd-
inn í vísindaiðkun upplýsingarinnar, leyfði það guðfræðinni ekki að láta op-
inberun veruleika Guðs gilda sem vísindalegt viðmið. Það var Johann Gott-
lieb Fichte (1762-1814) sem fyrst og fremst krafðist þess að guðfræðin væri
rökræn vísindi annars væri hún ekki.
Þetta þýddi að guðfræðin hlaut að falla úr því sæti að mega teljast vísindi
sem byggðu á leyndardómi opinberunar Guðs meðal manna. Með því var
14 Christliche Theologie ist also nicht ein allgemeines Reden von Gott. Vielmehr ist sie an
die Heilige Schrift als das Wort Gottes gebunden. Sie erwachst daraus dafi Gott in sein-
em Wort redet, und sie wird betrieben im Glaubensgehorsam in der GewiBheit, daB Gott
durch dieses Wort den Glauben wirkt, - und sie geschieht in der Nachfolge, die den ganz-
en Menschen in der Gemeinschaft mit seinem Herm betrifft. s. 64.
15 Til skýringar skal tekið fram að 5. stofa er aðalkennslustofa guðfræðideildar í Háskóla
Islands.
142