Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 145
Krákustígur eða kláfferja
kallað eftir hinu vísindalega í guðfræðinni með öðrum hætti en áður og eftir
innra samhengi einstakra greina. Það sem áður hafði verið sameiginlegur
tengiliður guðfræðigreinanna, nefnilega trúin og opinberunin, gat samkvæmt
þessu ekki lengur verið vísindalegur grundvöllur.
Ef hinn vísindalega grundvöll vantar þá er eining hinna guðfræðilegu
greina undir þaki deildar (fakultet) fallin fyrir borð. Því að ef opinberunin hef-
ur til dæmis ekkert gildi í störfum nýjatestamentisfræðinga þá eru þeir sam-
kvæmt skilgreiningu upplýsingarinnar annað hvort klassískir málvísinda-
menn eða sagnfræðingar á sérsviði síðfornalda og gamlatestamentisfræðing-
ar ættu faglega skoðað heima með sérfræðingum í semitískum málum og forn-
leifafræðingum, (eins og t.d. venja var'í Göttingen allt til 1914).
Innbyrðis andstæður þessara skilyrða,\söfnun skynsamlegra-vísindalegra
greina undir einu þaki einhvers konar opinberunarfræða, er fyrir upplýsinga-
stefnumenn eins og Fichte útilokað og leiðm til þess að guðfræðinni væri
bannað að kenna sig við vísindi.
Friedrich Daniel Ernst Schleiermacher (1768-1834) er kallaður faðir
praktískrar guðfræði vegna þess að hann skilgreindi sæti hennar innan guð-
fræðinnar sem heildar í riti sínu Kurze Darstellung des theologischen Studi-
ums frá 1811,16 Það gleymist oft að um leið og hann gerði það skipaði hann
guðfræðinni allri til sætis í hópi annarra akademískra fræða í andstöðu við
Fichte og fylgjendur hans.
Schleiermacher leysti vandann með því að nota aðra skilgreiningu vísind-
anna á guðfræðina. Hann vísar til vangaveltna miðaldakirkjunnar og deilna
um það hvort guðfræðin sé frekar theologia speculativa (Thomas fra Aquinas)
eða sciencia practica ... (Duns Scotus), það er hvort hún eigi að vaxa frekar
frá hugsun trúararinnar en frá praxis kirkjunnar, og hafnar þessu.
Skilningur hans er þessi: Guðfræði er sem vísindi ekki byggð á þessu,
heldur er guðfræði rétt eins og læknisfræði eða lögfræði jákvæð vísindi, sem
þjóna prinsipi eða tilgangi. Þegar um læknisfræði er að ræða þá hefur þetta
prinsip að markmiði hina líkamlegu ánægju lífsins, í lögfræðinni hina opin-
beru lagasetningu, í guðfræðinni stjórn og stýringu kirkjunnar.
Einn af þekktari guðfræðingum hinnar praktísku guðfræði í Þýskalandi
Próf. Christian Möller í Heidelberg hefur sagt að ef guðfræðin vilji vera heil
og sameinuð grein vísindanna við háskóla og vilji verjast þeirri skoðun að
vera hreint kennslufag kirkjunnar einungis til innri uppbyggingar hennar, þá
gildi að uppfylla tvennt:
16 Þetta rit er til á Háskólabókasafni í tveimur gerðum Kritische Ausgabe frá 1910, og enn-
fremur í enskri þýðingu frá 1990.
143