Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 159

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 159
Lilja Marteins Lúthers,9 í kvæðum skáldanna Einars Sigurðssonar í Heydölum,10 Ólafs Guðmundssonar frá Sauðanesi* 11 og í prédikunum Jóns Vídalíns á kyndilmessu, boðunardag Maríu og á þingmaríumessu.12 Allir nefna þeir Mar- íu háheilaga og álíta hana saklausa af syndugri breytni. Aðrar kennisetningar voru þá ekki til um Maríu, en löngu síðar setti róm- versk-kaþólska kirkjan fram tvær aðrar kennisetningar um Maríu. Önnur var sett af páfanum árið 1854 og gengur út á það að María hefði verið getin án erfðasyndar.13 Hin var sett af páfa árið 1950 og er sú að María hafi á dánar- dægri verið hafin upp til himna með líkama og sálu.14 Þær hugmyndir sem lágu til grundvallar þeim kennisetningum komu fram á miðöldum.1:’ Þá voru þær umdeildar og menn ekki á einu máli um sannleiksgildi þeirra þar eð þær styðjast ekki við vitnisburð Ritningarinnar.16 Einstaklingar í röðum mótmæl- enda - og þeirra á meðal voru Marteinn Lúther og Brynjólfur biskup Sveins- son - játuðust þeim hugmyndum. En hvorki Lúther né Brynjólfur töldu að það mætti gera þessar hugmyndir að opinberum kennisetningum og þar með nauð- synlegar til hjálpræðis af því að þær styddust ekki við Ritninguna.17 Deilurnar milli mótmælenda og rómversk-kaþólskra um Maríu litu í hnot- skurn þannig út að evangelískir menn mótmæltu því að menn ákölluðu Mar- íu eða litu á hana sem talsmann sinn. Rómverska kirkjan svaraði því til að Maríuákall væri ekki aðeins leyfilegt heldur beinlínis nauðsynlegt kennimark kristins fólks. Það leiddi til vaxandi Maríudýrkunar meðal þeirra. Afstaða mót- 9 Sjá W. Tappolet: Das Marienlob der Reformatoren. Tiibingen 1962, s. 93-100; J.Pelik- an: Mary through the Centuries. Her Place in the History of Culture. New Haven 1996, s. 158-159. 10 „Máríuvísur." Vísnabók Guðbrands. Reykjavík 2000, s. 110-113. 11 „Máríuævi eða Lífsaga helgustu Guðs móðir.“ Vísnabók Guðbrands, s. 340-346; í á.n. grein minni, í Tímariti Háskóla Islands 1990 s. 107 og 115 er sr. Ólafur Guðmundsson ranglega nefndur Ólafur Jónsson (frá Söndum) og leiðréttist það hér með. 12 Vídalínspostilla. Reykjavík 1995, s. 207-218; 310-321; 598-610. 13 H. Denzinger/A.Schönmetzer: Enchiridion symbolorum, definitionum et declarationum de rebus fidei et mori. Freiburg 1967, s. 560-562 (no. 2800-2804); sjá H. Graef: Mary. A History ofDoctrine and Devotion. II, s. 78-83. 14 H. Denzinger/A.Schönmetzer: Enchiridion symbolorum, s. 781-782 (no. 3900-3904); sjá H. Graef: Mary. A History ofDoctrine and Devotion. II, s. 146-150. 15 H. Graef: Mary. A History of Doctrine and Devotion. I, s. 133-138; 215-221; 250-253; sjá og W.Beinert & H.Petri: Handbuch der Marienkunde, s 232-314. 16 Bæði Einar Sigurðsson og Ólafur Guðmundsson hafna himnaför Maríu í Maríukvæðum sínum í Vísnabók Guðbrands, s. 113 (42. og 43. vers) og s. 346 (57. vers), en báðir nefna hana saklausa í breytni sinni, Einar Sigurðsson í 37. versi og - enn eindregnar - Ólafur Guðmundsson í 52. versi . 17 Einar Sigurbjömsson: ,,„Má hún vel kallast makleg þess.“ Um Maríu Guðs móður.“ Tíma- rit Háskóla íslands nr. 5, 1. tölublað 5. árgangur 1990 s. 105-115. 157
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.