Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 159
Lilja
Marteins Lúthers,9 í kvæðum skáldanna Einars Sigurðssonar í Heydölum,10
Ólafs Guðmundssonar frá Sauðanesi* 11 og í prédikunum Jóns Vídalíns á
kyndilmessu, boðunardag Maríu og á þingmaríumessu.12 Allir nefna þeir Mar-
íu háheilaga og álíta hana saklausa af syndugri breytni.
Aðrar kennisetningar voru þá ekki til um Maríu, en löngu síðar setti róm-
versk-kaþólska kirkjan fram tvær aðrar kennisetningar um Maríu. Önnur var
sett af páfanum árið 1854 og gengur út á það að María hefði verið getin án
erfðasyndar.13 Hin var sett af páfa árið 1950 og er sú að María hafi á dánar-
dægri verið hafin upp til himna með líkama og sálu.14 Þær hugmyndir sem
lágu til grundvallar þeim kennisetningum komu fram á miðöldum.1:’ Þá voru
þær umdeildar og menn ekki á einu máli um sannleiksgildi þeirra þar eð þær
styðjast ekki við vitnisburð Ritningarinnar.16 Einstaklingar í röðum mótmæl-
enda - og þeirra á meðal voru Marteinn Lúther og Brynjólfur biskup Sveins-
son - játuðust þeim hugmyndum. En hvorki Lúther né Brynjólfur töldu að það
mætti gera þessar hugmyndir að opinberum kennisetningum og þar með nauð-
synlegar til hjálpræðis af því að þær styddust ekki við Ritninguna.17
Deilurnar milli mótmælenda og rómversk-kaþólskra um Maríu litu í hnot-
skurn þannig út að evangelískir menn mótmæltu því að menn ákölluðu Mar-
íu eða litu á hana sem talsmann sinn. Rómverska kirkjan svaraði því til að
Maríuákall væri ekki aðeins leyfilegt heldur beinlínis nauðsynlegt kennimark
kristins fólks. Það leiddi til vaxandi Maríudýrkunar meðal þeirra. Afstaða mót-
9 Sjá W. Tappolet: Das Marienlob der Reformatoren. Tiibingen 1962, s. 93-100; J.Pelik-
an: Mary through the Centuries. Her Place in the History of Culture. New Haven 1996,
s. 158-159.
10 „Máríuvísur." Vísnabók Guðbrands. Reykjavík 2000, s. 110-113.
11 „Máríuævi eða Lífsaga helgustu Guðs móðir.“ Vísnabók Guðbrands, s. 340-346; í á.n.
grein minni, í Tímariti Háskóla Islands 1990 s. 107 og 115 er sr. Ólafur Guðmundsson
ranglega nefndur Ólafur Jónsson (frá Söndum) og leiðréttist það hér með.
12 Vídalínspostilla. Reykjavík 1995, s. 207-218; 310-321; 598-610.
13 H. Denzinger/A.Schönmetzer: Enchiridion symbolorum, definitionum et declarationum
de rebus fidei et mori. Freiburg 1967, s. 560-562 (no. 2800-2804); sjá H. Graef: Mary.
A History ofDoctrine and Devotion. II, s. 78-83.
14 H. Denzinger/A.Schönmetzer: Enchiridion symbolorum, s. 781-782 (no. 3900-3904); sjá
H. Graef: Mary. A History ofDoctrine and Devotion. II, s. 146-150.
15 H. Graef: Mary. A History of Doctrine and Devotion. I, s. 133-138; 215-221; 250-253;
sjá og W.Beinert & H.Petri: Handbuch der Marienkunde, s 232-314.
16 Bæði Einar Sigurðsson og Ólafur Guðmundsson hafna himnaför Maríu í Maríukvæðum
sínum í Vísnabók Guðbrands, s. 113 (42. og 43. vers) og s. 346 (57. vers), en báðir nefna
hana saklausa í breytni sinni, Einar Sigurðsson í 37. versi og - enn eindregnar - Ólafur
Guðmundsson í 52. versi .
17 Einar Sigurbjömsson: ,,„Má hún vel kallast makleg þess.“ Um Maríu Guðs móður.“ Tíma-
rit Háskóla íslands nr. 5, 1. tölublað 5. árgangur 1990 s. 105-115.
157