Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 185
Kýnikear og kanónar: Heimspeki í skugga Platóns
árum og samhliða henni áhugi á persónusköpun í textum Nýja testamentisins
eins og um tvö óskyld fyrirbæri væri að ræða. Sjónarhorn lesanda og annarra
persóna sem fram koma í hvers konar frásögn eða samtali eiga þó rætur
einmitt í þessari ævafornu list sem felst í sköpun persóna til að tjá eða standa
fyrir ólík viðhorf og atburðarás.16 Spurningar um persónur og leikendur á
sviði textans taka nú að snúast um samband milli þeirra og áheyrenda og les-
enda innan og utan textans.17
En hvaðan skyldu þessar ólíku persónur Kýnikea vera runnar? Ef Dudley
hefir rétt fyrir sér að bókmenntaform þeirra sé þróun (niður á við) frá háfleyg-
um samræðum Platóns þá mætti ef til vill gera því skóna að hugmyndin af
ólíkum viðhorfum Kýnikea sé sprottinn frá sami borði. Viðmælendur
Sókratesar eru að sönnu ólíkir að tölu og kynna til samræðunnar ólík og marg-
brotin sjónarmið hvort heldur í Lachesi eða Lýðveldinu svo farið sé öfganna
á milli.18 Og það er einmitt frá samræðunni að Kýnikeinn slítur sig lausan.
Hann stendur eftir einn og sér og án förunautar um samræður heimspekinn-
ar. Þessi ákvörðun er djarfasta skrefið sem hann hefir tekið til þessa og hann
verður um leið ásteitingarsteinn og leiksoppur háðsins. Ólíkar persónur og
fjölbreytt viðhorf eignast frá þessu augnabliki sjálfstæða vídd sem aldrei fyrri.
Og það er kannske hvergi meir heldur en í margbreytileikanum að skugga-
baldurinn tekur að eiga í vök að verjast. Skugginn fer að renna saman og missa
tökin á einstaklingum í fjölbreytninni. Þannig hafa þá Kýnikear ef til vill
hreyft betur við stoðum hins platónska veldis heldur en nokkrir heimspeking-
ar fyrr eða síðar - án skilyrtrar samræðu við Platón eða samræðu við guð-
dóminn!
Þessar ólíku persónur, characterae variarae (schemata), eiga sér sjálf-
stæða og óhefta tilveru einmitt allar götur til lokaskeiðs Kýnikeanna ef hug-
myndin um að ólíkar persónur eða persónugerð hefir fyrst verið sett fram með
K. Stowers, „Romans 7.7-25 as a Speech-in-Character (proswpopoiía) í Paul in His
Hellenistic Context (ed. Troels Engberg-Pederesen; Studies of the New Testaemnt, ed. J.
Riches; Edinburgh: Clark, 1994), 180-191.
16 Sjá t.d., Robert Detweiler ritstj., Reader Response Approalices to Biblical and Secular
Texts (Semeia 31; Decatur, GA: Scholars Press, 1985); Jane P. Tompkins ritstj., Reader-
Response Criticism: From Formalism to Post-Structuralism (Baltimore, MD & London:
The Johns Hopkins University Press, 1980); Elizabeth Struthers Malbon & Adele Berl-
in ritstj., Cliaracterization in Biblical Narrative (Semeia 63; Atlanta, GA: Scholars Press,
1993).
17 Sjá t.d., Malbon & Berlin, „Preface" í Characterization in Biblical Narrative, vii-viii.
18 Sjá Edith Hamilton & Huntingotn Caims ritstj., Plato: Tlte Collected Dialogues Inclu-
ding the Letters with Introduction and Prefatory Notes (transl. Lane Cooper et al.; Boll-
ingen Series 71; Princeton, NJ: Princeton University Press, 1961), 123-144; 575-844.
183