Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 187
Kýnikear og kanónar: Heimspeki í skugga Platóns
mentisins. Malherbe hefir þannig rannsakað ýmis stef í bréfum Páls og bent
á samlíkingar við hugmyndir Kýnikea svo sem hefð hvatningaræðunnar í
Fyrra Þessaloníkubréfi.23 Samhliða þessum rannsóknum á bréfum Nýja testa-
mentisins þar sem borin hafa verið saman margvísleg stef þá hafa aðrir sér-
fræðingar einbeitt sér að því að leita kýníkískra áhrifa í guðspjöllum Nýja
testamentisins. Sú viðleitni hefir einkum beinst að „apókrýfum“ heimildum
guðspjallanna og þá einkum samstofnaguðspjallanna. F. Gerald Downing hef-
ir sérstaklega lagt sig eftir að finna hliðstæður við þessar heimildir í ritum
Kýnikea.24
Enda þótt ekki hafi fundist handrit af þessum heimildum þá hefir vísinda-
mönnum tekist að einangra margvíslegar heimildir að baki guðspjallanna allra
fjögurra: Hér er þá einkum um að ræða heimildir sem einmitt falla í sama bók-
menntaflokk og söfn frásagnarkorna (chreiai collections) Kýnikea eða heim-
ildir sem skortir búning frásögunnar sem einkennir t.d. heimildina að Píslar-
sögunni í Markúsarguðspjalli og framsetningarmáta samstofnaguðspjallanna
sjálfra. Þannig má í Markúsarguðspjalli, elsta guðspjalli Nýja testamentisins,
greina heimild sem guðspjallamaðurinn hefir notað og samanstendur af út-
færðum frásagnarkornum eða kennisögum (pronouncement stories). Um-
fangsmeira efni af sama toga er að finna í Ræðuheimildinni (Quelle) svo köll-
uðu en sú er heimild notuð í Matteusarguðspjalli og Lúkasarguðspjalli (ásamt
öðrum heimildum eins og Markúsi sjálfum). Frá lokum fornalda hefir aðeins
eitt kristið rit varðveist sem fellur undir þennan bókarflokk, Tómasarguðspjall.
Frekari rannsóknir á heimildum eins og Ræðuheimildinni sem Matteus og
Lúkas nota og Kenniheimildinni í Markúsarguðspjalli leiða í ljós hverning
þessar heimildir sjálfar hafa þróast áður og eftir að höfundar samstofnaguð-
spjallanna taka þær til síns handagagns. Hvað Ræðuheimildina varðar þá má
sýna fram á hvernig elstu hefðirnir um Jesú frá Nasaret sem í henni er að finna
einkennast af stefjum spekinnar og þeirri þjóðfélagsgagnrýni sem um margt
minnir á form og innihald Kýnikea. A síðara þróunarferli Ræðuheimildarinn-
ar taka ný stef að setja svip sinn á þessa heimild og stef Kýnikea hverfa í
skuggann nema hvað bókmenntaformin sem hið yngra efnið er rammað inn
í heldur áfram að fylgja dæmi Kýnikea (frásagnarkornasöfn og ævisögu-
form).25 Á grundvelli elsta efnisins í Ræðuheimildinni hafa verið gerðar marg-
23 Sjá Malherbe, „Exhortation in 1 Thessalonians," í idem, Paul and tlie Popular Philosoph-
ers, 56-60.
24 Sjá einkum, Christ and the Cynics. Jesus and Other Radical Preachers in First-Century
Tradition (JSOT Manuals 4; Sheffiled: Sheffield Academic Press, 1988), passim.
25 Sjá einkum John S. Kloppenborg, Tlie Formation ofQ: Trajectories in Ancient Wisdom
Collections (SAC; Philadelphia, PA: Fortress, 1987), 263-316; Downing, „Quite Like L
- A Genre for Q: The „Lives“ of Cynic Philosophers," Bib 69 (1988); 196-197.
185