Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 188
Jón Ma. Asgeirsson
ar rannsóknir sem benda á skyldleika þeirra við hefðir Kýnikea hvort tveggja
hvað varðar form og innihald.
Þar er að finna kænsku að hætti Kýnikea og þar er að finna þjóðfélagsá-
deilu eins og meðal Kýnikea og framsetningin er dæmigerð fyrir bókmennta-
form frásagnarkornsins (chreia).26 Hér er jafnframt að finna flestar hliðstæð-
urnar á milli Ræðuheimildarinnar og Tómasarguðspjalls. Kanónar (útverðir)
kristndómsins hafa trúlega aldrei fyrri í sögu kristinnar guðfræði staðið
frammi fyrir áskorun af því tagi sem þessi hefð eða hluti Ræðuheimildarinn-
ar og Tómasarguðspjalls geymir. Þegar hér er hleruð rödd stofnandans Jesú
frá Nasaret (founder) þá blasir við hrösun (founder) goðsögunnar sem guð-
spjöllin hafa búið þessari sprök(k)u rödd sem varla sést nokkur merki meir
hjá postulanum Páli. Ekki hrynur hér einasta sú mynd af Jesú sem fyrstur
Markús guðspjallamaður færði í heila frásögu heldur og sú umgjörð sem ein-
kennir atburðarásina (plot) eða stef sjálfra heimsins slita sem Markús setur
að eigi sér upphaf í persónu Jesú.27 Og eins og þetta væri ekki kol á eldlík-
ingu Kýníkea þá er í Ræðuheimildinni og Tómasarguðspjalli enga vitneskju
að finna um dauða Jesú og upprisu eða þann grundvöll túlkunar hjálpræðis-
ins sem hin pálínska kristni og píslarsaga Pétursguðspjalls leggja upp með í
sínum skilningi á veruleik og örlögum Jesú.28 Það er í sjálfu guðsríkishug-
taki Ræðuheimildarinnar að stærsta samsvörunin við Kýnikea er að finna og
í skipan Jesú um útsendingu lærisveinanna er getið útbúnaðar sem tvímæla-
laust bendir til skyldleika við Kýnikea hvernig svo sem bannið um að taka
þennan útbúnað til fararinnar er skilið.
Kenniheimildin (Pronouncement Stories) að baki Markúsarguðspjalls er
um margt ólík Ræðuheimildinni og Tómasarguðspjalli enda þótt hún eigi sam-
eiginlegt megin bókmenntaformið. I vissum skilningi heldur þróun þessarar
heimildar áfram samhliða ritun Markúsarguðspjalls þar eð sumir eða yngstu
hlutar heimildarinnar virðast rituð hans eigin hendi. En þessi heimild er jafn-
vel enn viðsjárverðri fyrir þær sakir að hún geymir hefðir sem einmitt eru ekki
26 Sjá t.d., F. Gerald Downing, „Cynics and Christians," NTS 30 (1984): 584-593; Burton
L. Mack, The Lost Gospel: The Book of Q and Christian Origins (San Francisco, CA:
HarperSanFrancisco, 1993), 105-130; Leif E. Vaage, Galilean Upstarts: Jesus’ First Foll-
owers according to Q (Valley Forge, PA: Trinity Press Intemational, 1994), passim.
27 Sbr. t.d., Birger A. Pearson, The Gospel according to the Jesus Seminar (Occasional
Papers of the Institute for Antiquity and Christianity, Jon Ma. Asgeirsson ed., 35;
Claremont, CA: Institute for Antiquity and Christianity, 1996), passim.
28 Sbr. t.d., John S. Kloppenborg Verbin, „A Dog among the Pigeons: The „Cynic Hypothes-
is“ as a Theological Problem," í From Quest to Q. Festschrift James M. Robinson (ed.
Jon Ma. Asgeirsson et al.; BETL 146; Leuven: Leuven University Press & Peeters, 2000),
73-80.
186