Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 192
Jón Ma. Asgeirsson
hafi sér stað mætt hættulegri andstæðingi heldur en einmitt í þessum elstu
heimildum sem gera þó hvorar tveggju tilkall til eins og sama stofnandans,
Jesú frá Nasaret.
Það er aðeins í sjálfri Jesú hefðinni að rödd frumkvöðulsins sjálfs fær að
njóta sín en ekki í búningi guðspjallanna sjálfra. Og þannig hefir hann lifað
kannske lengur en nokkur annar Kýnikei í andsvari sínu: „Hver er móðir mín
og bræður?“ (Mk 3.33) bældur í frásögn guðspjallamannsins en alltaf á flökti
eins og skugginn sem ekki hverfur á braut. Hefði hann lifað af eða orðstýr
hans geymst í minningu þjóðanna ef hann hefði og hefðin hans aðeins varð-
veist í safni eins og Tómasar? Dudley hafði sína söguskýringu á því hvers
vegna heimspkei Kýnikeanna hlaut að hafa liðið undir lok á sjöttu öld e. Kr.
Þá var það ekki einn volaður guðspjallamaður heldur kirkjan klár með sín ný
fyrirheit um mannlega reisn handan ösku og myrkurs í framtíðinni Guðs.
En hver er sú hreyfing ef ekki frá hinu ómögulega til hins ómögulega?
Frá þjóðfélagsádeilu eða menningargagnrýni sem endar í aftöku persónuleik-
ans (character assassination) í allri sinni fjölbreytni þessa lífs (chevarie de
la vié) ef hún á ekki þessa ósegjanlegu goðsögn að hrærast í? Zarathustra mæl-
ir í örvinglan:
Gátuna sé ég enn fyrir mér, þennan draum! Og merkingin er hulin inni í draum-
inum, nei læst eins og fugl í litlu búri, lítill fugl sem fær ekki að baða út vængj-
unum á broddum frelsisins. Og ég hafði snúið baki við lífinu og mig hélt áfram
að dreyma: Hátt í forgörðum dauðans á köldu fjalli var ég ekki nema vörður næt-
urinnar yfir gröfum dauðans ... (41).37
Þegar kanónar hafa rekið röddina í mykrið vegna þess að þeir þykjast hafa
svör við öllu á reiðum höndum þá brestur jafnvel röddin Derrida. Eða hvað
eru þeir annað en brotalamir æðstaprestsins spyr Derrida. Kanónar sem gert
hafa alla röklega hugsun (philosophie) að gufustrók um leið og þeir þykjast
einir eiga formúlur vatnsins! Og þá bendir hann þeim á aðra rödd og óræða
inn í samhengi röklegrar hugsunar, um hljóð opinberunarinnar handa(n)
heimspekinni(nnar): Kom! Kom þú! Þessi „atburður sem einatt fer á undan
sjálfum sér og kallar á sjálfan sig“ eins og Derrida heldur fram.38
37 Friedrich Nietzsche, Thus Spake Zarathustra (transl. Thomas Common; Modern Library;
New York, NY: Random House, [ekkert ártal]), 147.
38 D’un ton apocalyptique adopté naguére en philosophie (Débats, Michel Delorme ed.;
Paris: Galilée, 1983), 91.
190