Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 10
Inngangur
Auk greina sem tengjast almennum trúarbragðafræðum sérstaklega er hér
líka að finna greinar um málfar í Biblíunni, biblíuleg stef í kvikmyndum,
andmæli við doktorsvörn og ritdóma. Hér á eftir verður íjallað stuttlega um
efni einstakra greina.
Pétur Pétursson, prófessor, ritar grein um Sigurbjörn, er hann nefnir
„Guðfræðingurinn og guðsmaðurinn Sigurbjörn Einarsson.” Pétur rekur
námsferil og störf Sigurbjörns á sviði guðfræði og kirkjumála án þess að
ætla sér þá dul að gera endanlegt mat eða heildarúttekt á starfsævi Sigur-
björns. Hann gerir grein fyrir mótunarþáttunum í guðfræði hans sem bæði
komu frá erlendum guðfræðingum er hann nam hjá og las og eins úr jarðvegi
íslenskrar kristni.
Haraldur Ólafsson, fyrrum prófessor í mannfræði, nefnir grein sína „Séra
Hallgrímur og Pascal.” Þar lýsir hann á persónulegan hátt þeim áhrifum sem
þessir tveir ólíku en þó um margt skyldu einstaklingar hafa haft á hann.
Prófessor Jón Ma. Asgeirsson fjallar í grein sinni „Spinoza og spegillinn:
,Ekki margir guðir heldur einn sem býr yfir óendanlegum eiginleikum4 “ um
stöðu Benedicts Spinoza í trúarheimspeki nútímans. Jón gerir grein fyrir
helstu hugmyndum Spinoza um eðli Guðs og eðli náttúrunnar og hvernig
framlag heimspekinga eins og Humes, Kants og Hegels til að leysa trúar-
heimspekina úr viðjum hins gyðing-kristna-íslamska arfs byggist í raun á
frumkvæði Spinoza.
Kristín Loftsdóttir, lektor í mannfræði, nefnir grein sína: „Nútíminn og
hefðir í hnattvæddum heimi.” Þar fjallar hún um mikilvægi samhjálpar með-
al WoDaaBe hirðingja í Níger til að auka öryggi í erfiðum, vistfræðilegum
aðstæðum. UmQöllun hennar sýnir, að aðferðir WoDaaBe við að haga lífi
sínu byggist á sveigjanleika og nýtingu margs konar aðferða til að bregðast
við breytilegum aðstæðum.
Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki, skrifar í grein sinni „Trú og
heimspeki” um samband þessara tveggja mikilvægu þátta mannlífsins. Oft
hefur skorist í odda með trú og þekkingu eða guðfræði og heimspeki.
Ahersla Þorsteins er sú að heimspeki og guðfræði heyi sameiginlega glímu
við að leita að skilningi á mannlífinu, hvor á sinn hátt og hljóti því að hafa
náið samstarf.
Þrjár greinar birtast hér um önnur efni, annars vegar tvær greinar um mál-
far Biblíunnar og hins vegar grein um biblíuleg stef í kvikmyndum.
Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor, nefnir grein sína „Hvers kyns Biblía?
Jafnréttisumræðan og biblíuþýðingin.” Arnfríður leggur áherslu á að orðfæri
og orðaval í nýrri biblíuþýðingu endurspegli jafnréttisumræðu undanfarinna
8