Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 14

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 14
Sigurbjörn Einarsson nokkuð góðum rökum: Þér væri nær að huga að því, hvar þú gengur á jörð- inni, heldur en að vera að glápa upp á stjörnurnar og álpast svo í brunn og láta mig, aumingjann, vera að basla við að drösla þér upp. En svo kom yfirskrift þessa málþings í annarri og breyttri útgáfu og var þá orðin jarðbundnari. Ég fékk skemmri tíma til að hlakka til dagsins út frá þeirri yfirskrift en hlaut fulla uppbót á því. Það kom sem sé upp, að heimurinn og trúarbrögðin eru bara að fara inn í 21. öldina. Það er nú reyndar ekkert „bara”. Lítið vitum við um Mars. Svolítið þó. En um 21. öldina vitum við hreint ekki neitt. Ef frá er talin þessi litla sneið, sem hún er búin að skammta okk- ur og er ekki allskostar bragðgóð. Hún var með nokkru trúarbragðakryddi og heldur af verra taginu. En mér finnst það miklu meira ævintýri að feta sig inn í 21. öldina en að láta skjóta sér út í geiminn. Ef ég hefði átt að velja um, hvort ég vildi held- ur fá að stíga fæti á Mars eða fá að sjá framan í 21. öldina, þá er ég ekki í vafa um, hvort ég hefði kosið. Þess vegna er ég afar þakklátur fyrir breytinguna á yfirskrift þessarar góðu dagskrár. Tíminn er ekki síður dularfullur en stjörnurnar. Alltént er framtíðin miklu óræðari en gangur þeirra. Hvort tveggja er undarlegt, rás tímans og blik stjarnanna. En líklega voru það himintunglin fremur en þetta, sem við köll- um tíma og er öldungis ósýnilegt í öllum skilningi, sem í öndverðu vakti þá spyrjandi undrun, sem trúarbrögðin eru fædd og vaxin af. Hvort tveggja er þögult, stjarnan og stundin, himinhvolfið og tíminn. En þetta skrýtna fyrirbæri eða lífvera, sem kom upp í fyrndinni, tvífætlingurinn, fann eitthvað það í þögninni, sem honum varð svo mikið um, að hann gerð- ist maður, homo sapiens. Nei, homo orans, homo religiosus. Ég leyfi mér að víkja frá venjubundinni skilgreiningu. Ef nokkuð er úr- slitaauðkenni á manninum svo lengi sem spurnir fara af honum, þá er það þetta: Hann er homo orans, religiosus, biðjandi, trúaður, þess vegna maður. Ég nefndi spyrjandi undrun áðan og hafði þá í huga Hellenana gömlu, þegar þeir töluðu um þáma, þámatsein, og Hebreana gömlu, þegar þeir sögðu með skjálfandi röddu: „Heyrið, þér himnar, og hlusta þú jörð, því að Drottinn talar” (Jes.1,2). Undrandi gagntaka er móðurskaut tilbeiðslunnar. Og hugsunarinnar. Og meira til: Hér er móðurskaut mennskunnar. Hér er hið mennska viðbragð við dulardómi tilverunnar: Hin spyrjandi undrun, hin undrandi lotning. Við vitum, að skepnan getur orðið hissa. Það er til þess jafnað, hvernig 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.